Eyrarbúið ehf. dæmt til að greiða Plús film ehf.

Í síðustu viku gekk dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Eyrarbúið ehf. var dæmt til að greiða Plús film ehf. kr. 20.166.583 ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Málið varðaði heimildarmyndina Eyjafjallajökull Erupts sem félag Sveins M. Sveinssonar, kvikmyndagerðarmanns, framleiddi í samstarfi við stefnda en hún fjallar um lífið og uppbygginguna á bænum Þorvaldseyri meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð og í kjölfar þess. Stefndi sýndi myndina í nokkur ár í gestastofu á Þorvaldseyri fyrir gríðarlegan fjölda gesta. Jafnframt framleiddi stefnandi DVD diska með myndinni sem voru seldir þar á staðnum. Með dómnum var hafnað því sjónarmiði Eyrarbúsins að það hefði eitt átt öll höfundaréttindi yfir myndinni og félagið dæmt til að greiða stefnanda helming þess hagnaðar sem nýting myndarinnar hafði skapað síðustu árin sem hún var nýtt með þessum hætti. Erla S. Árnadóttir flutti málið fyrir Plús film ehf.

LEX veitir ráðgjöf til LLCP við kaup á Creditinfo Group

Gengið hefur verið frá kaupum alþjóðlega framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) á Creditinfo Group. Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim, en samstæðan sérhæfir sig í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku.

Fanney Frímannsdóttir lögmaður á LEX var ráðgjafi LLCP á Íslandi við kaupin.

Út fyrir rammann

Lára Herborg ÓlafsdóttirLára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í dag um rammasamninga, sem eru ein leið til að bjóða út margvísleg innkaup opinberra aðila samtímis. Við gerð einstakra samninga um vörur, verka eða þjónustu á grundvelli rammasamnings er óheimilt að gera verulegar breytingar á skilmálum hans. Þó getur verið heimilt að breyta samningi og rammasamningi án þess að hefja nýtt innkaupaferli, í afmörkuðum lögbundnum tilvikum, sbr. 90. gr. laga um opinber innkaup og fer Lára Herborg yfir þessar undantekningar í greininni.

Fyrirtaks umsögn um LEX hjá WTR

LEX hlýtur fyrirtaks umsögn í 2021 útgáfu World Trademark Review (WTR) og er hrósað fyrir áreiðanleika, mikla fagmennsku og skilvirka stjórnun. Þá fá þær Erla S. Árnadóttir, Hulda Árnadóttir og María Kristjánsdóttir mikið lof fyrir sín störf.

Umsögn WTR er eftirfarandi:

„The “reliable, highly professional and efficiently managed” LEX Law Offices has been setting the standard for excellence in client care since its establishment. It has lately been going full steam ahead in prosecution and enforcement, with domestic and internationally renowned brands such as Reykjavik Excursions, Swatch, Vodafone Iceland and Iceland Dairies all relying on its precision portfolio management. Propelling LEX to great heights are Erla Árnadóttir and Hulda Árnadóttir. One of the nation’s foremost IP experts, the Supreme Court-admitted Erla has 37 years of experience to draw on; while Hulda brings additional firepower and a keen strategic eye to the table. She is currently representing oil trader Oliuverzlun Islands in three cases before the ISIPO and delivers the full range of services for Reykjavik Energy. Assisting her on the latter is the “extremely attentive, prompt and incisive María Kristjánsdóttir. She instils a sense of calm and confidence, even when significant hurdles seem insurmountable. Maria never lets you down and is fully transparent when it comes to costs and results”.“

Samrunaeftirlit – betur má ef duga skal.

María KristjánsdóttirMaría Kristjánsdóttir lögmaður á LEX skrifaði grein í Viðskiptablaðið í dag ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.
Í greininni er minnst á mikilvægi virkrar samkeppni fyrir skilvirkt atvinnulíf og hagsmuni neytenda. Farið er yfir hlutverk Samkeppnieftirlitsins sem hefur eftirlit með því að samrunar fyrirtækja séu ekki skaðlegir samkeppni. Málsmeðferðartími Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum hefur lengi verið gagnrýndur af hálfu atvinnulífsins.

Í greininni er málsmeðferð samrunamála hér á landi borin saman við þá framkvæmd sem viðhöfð er á vettvangi Evrópusambandsins og til samanburðar vikið stuttlega að framkvæmd samrunamála í Noregi. Málsmeðferð í samrunamálum er skipt í tvo aðskilda og skýra fasa. Annars vegar er fasi I, sem telur 25 virka daga frá því að fullnægjandi samrunatilkynningu er skilað til Samkeppniseftirlitsins og hinsvegar fasi II sem telur 90 virka daga til viðbótar. Í bæði Noregi og ESB eru 2-3% tilkynntra samruna færð í fasa II, á meðan hlutfallið hér á landi var að meðaltali tæp 44% á tímabilinu 2017-2020.

Ljóst er því að málsmeðferð hér á landi er mun lengri en í Noregi og ESB og þörf á að bæta úr. Ekki
aðeins eru það hagsmunir viðskiptalífsins að kaup og sala fyrirtækja og rekstrareininga gangi skjótt fyrir sig, heldur hafa neytendur ekki síður af því hagsmuni að samkeppni sé virk og dýnamísk.

Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. Þá munu LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY sjá um gerð áreiðanleikakannana. Þetta kom fram í tilkynningu á vef fyrirtækisins í dag.

LEX á UTmessunni

Dagana 1. – 6. febrúar er UTmessan 2021 haldin í rafheimum.

LEX er með rafrænan bás á messunni sem má heimsækja hér.

Í dag á milli 12 og 14 mun LEX yfirtaka Instagram UTmessunnar og hvetjum við ykkur til að fylgjast með.

Lögmenn LEX eru á meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði persónuverndar, hugverka-, fjarskipta- og upplýsingatækniréttar og veita alhliða þjónustu á þessum réttarsviðum.

Þá býður LEX einnig upp á sérhæfða þjónustu til fyrirtækja sem fást við þróun hugbúnaðar og gervigreindar, gerð gagnagrunna eða notast við tæknilausnir í störfum sínum og veita auk þess þjónustu á sviði rafrænna viðskipta og fjártækni.

(H)ljómandi vörumerki

María KristjánsdóttirMaría Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún fjallar um hljóðmerki. Hljóðmerki er ein af þeim tegundum óhefðbundinna vörumerkja sem nú er mögulegt að skrá í íslenska vörumerkjaskrá eftir breytingar á vörumerkjalögum sem tóku gildi 1. september 2020.