LEX ráðleggur JBT við sameiningu við Marel

LEX hefur veitt John Bean Technologies Corporation („JBT“) lögfræðilega ráðgjöf við sameiningu JBT og Marel hf. („Marel“) og skráningu sameinaðs félags JBT og Marel á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Eins og tilkynnt var um þann 20. desember síðastliðinn var valfrjálst tilboð JBT samþykkt af hluthöfum sem fara með um 97,5% af útgefnu og útistandandi hlutafé í Marel. Í kjölfar sameiningarinnar – sem á sér stað með valfrjálsu tilboði og í kjölfarið innlausn á eftirstandandi hlutum í Marel – munu fyrrverandi hluthafar Marel eiga um 38% af útistandandi hlutafé í sameinuðu félagi.

Um er að ræða stærstu viðskipti á Íslandi frá árinu 2007 og er skráning hlutabréfa sameinaðs félags á Nasdaq á Íslandi stærsta hlutabréfaskráning hér á landi í sögunni.

Sameinað félag, JBT Marel Corporation, er tvískráð í kauphöllinni í New York og á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi en fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf sameinaðs félags í umræddum kauphöllum er þann 3. janúar 2025.

Með sameiningunni verður til leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði tæknilausna í matvæla- og drykkjarvörugeiranum með samanlagt markaðsvirði upp á meira en sex milljarða evra.

LEX hefur gegnt hlutverki lögfræðilegs ráðgjafa JBT í viðskiptunum ásamt bandarísku lögmannsstofunni Kirkland & Ellis.

Teymi LEX er leitt af eigendunum Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Stefáni Orra Ólafssyni og fulltrúanum Kristni Inga Jónssyni.

Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu JBT Marel Corporation.

Tímamótasamningur Orkubús Vestfjarða og Ískalk

Orkubú Vestfjarða og Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. (Ískalk) skrifuðu á dögunum undir tímamótasamning um lagningu nýs 20 km jarðstrengs frá Ísafirði til Súðavíkur. Jarðstrengurinn mun leysa af hólmi núverandi loftlínu, Súðavíkurlínu, og kemur til með að stórauka afhendingargetu á raforku til Súðavíkur. Framkvæmdinni er m.a. ætlað að tryggja afhendingu á raforku til uppbyggingar nýrrar kalkþörungaverksmiðju Ískalks við Langeyri í Súðavík og mun vafalaust eiga sinn þátt í að efla atvinnulíf á svæðinu.

Arnar Þór Stefánsson og Hjalti Geir Erlendsson lögmenn á LEX veittu Orkubúi Vestfjarða ráðgjöf vegna samningsgerðarinnar en þeir eru í hópi reynslumikilla sérfræðinga stofunnar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á sviðum orku- og auðlindanýtingar.

Nánar má lesa um framkvæmdina á vefsíðu Orkubús Vestfjarða

Góð vika hjá LEX í dómstólunum

Við hjá LEX lögmannsstofu erum stolt af öflugu teymi málflytjanda okkar. Þó að við séum ekki ókunnug stórum sigrum fyrir íslenskum dómstólum, þá hefur síðasta vika verið sérstaklega góð fyrir viðskiptavini okkar.

Föstudaginn 22. nóvember dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur þrotabúi Torgs í vil gegn íslenska ríkinu. Þórhallur Bergman kom fram fyrir hönd þrotabúsins, en dómurinn rifti greiðslum á virðisaukaskatti sem búið hafði innt af hendi áður en það var tekið til skipta. Þessi dómur staðfestir stöðu Þórhalls sem leiðandi lögmanns á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar á Íslandi. Á undanförnum árum hefur hann verið fenginn af kröfuhöfum fjölmargra þrotabúa til að fara yfir aðgerðir sem teknar voru í aðdraganda gjaldþrots, með frábærum árangri.

Þriðjudaginn 26. nóvember fékk einn af okkar yngstu lögmönnum, Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, góðan dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Undir handleiðslu eins af okkar reynslumesta lögmanns, Óskars Sigurðssonar flutti Guðrún mál sem snerist um eignarhald á landi og veiðiréttindi þar sem umbjóðandi LEX vann fullan sigur. LEX lögmannsstofa hefur í áratugi verið í fararbroddi á sviði eignarréttar á Íslandi, og það er ánægjulegt að sjá einn af meðlimum yngri kynslóðarinnar eins og Guðrúnu Sólveigu halda áfram okkar sterku hefð á þessu sviði.

Á miðvikudaginn 27. nóvember birti Hæstiréttur Íslands dóm sinn í máli Lífeyrissjóðs verslunarmanna gegn einstaklingi.  Kristín Edwald, með öflugum stuðningi frá Stefáni Orra Ólafssyni og Hjalta Geir Erlendssyni gætti hagsmuna lífeyrissjóðsins. Málið snerist um endurmat á lífeyrisréttindum byggt á breytingum á lífslíkum og að öllu leyti var fallist á málatilbúnað LEX í þessu máli. Hefði niðurstaðan í málinu fallið umbjóðanda okkar í óhag, hefði það getað haft víðtæk neikvæð áhrif á lífeyrissjóðakerfið í heild sinni. Með vinnu sinni og ráðgjöf í þessu máli sýndi LEX styrk sinn og breidd, þar sem sérfræðingar af mismunandi réttarsviðum sneru bökum saman og mynduðu sterka liðsheild.

Sama dag hafnaði Hæstiréttur beiðni um áfrýjunarleyfi vegna úrskurðar Landsréttar í máli þar sem lögmaður okkar, Guðjón Ármannsson, með aðstoð frá Fjölni Ólafssyni, gætti hagsmuna. Lögmenn LEX höfðu krafist ógildingar á erfðaskrá þar sem undirliggjandi hagsmunir voru verðmæt fasteignaréttindi á höfuðborgarsvæðinu. Með synjun Hæstaréttar var staðfest endanleg niðurstaða í málinu skjólstæðingum LEX í vil.

Loks, þann 28. nóvember, birti Landsréttur dóm sinn í máli Lyfjablóms gegn umbjóðanda LEX í máli sem tengdist stjórnarháttum fyrirtækja og á rætur að rekja til fjármálakreppunnar. Lögmaður okkar, Arnar Þór Stefánsson, varði umbjóðanda sinn með góðum árangri í þessu langvarandi deilumáli þar sem niðurstaðan var sýkna vegna allra krafna Lyfjablóms.

„Þessir sigrar undirstrika einstaka hæfileika og skuldbindingu lögfræðiteymis okkar hjá LEX lögmannsstofu. Við erum staðráðin í að veita viðskiptavinum okkar hæsta mögulega gæði lögfræðilegrar þjónustu á öllum sviðum,“ segir Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu.

Dómur Hæstaréttar – fordæmi fyrir íslenskt lífeyrissjóðakerfi

Hæstiréttur staðfestir að breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna séu í samræmi við stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og lög um lífeyrissjóði.

Kristín Edwald lögmaður, flutti málið fyrir hönd Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og að málinu unnu einnig Stefán Orri Ólafsson lögmaður og Hjalti Geir Erlendsson lögmaður.

 

Álitaefnið laut að því hvort Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefði verið heimilt að breyta lífeyrisréttindum þeirra sem ekki eru byrjaðir að taka lífeyri með hliðsjón af nýjum forsendum um lífslíkur. Forsagan er sú að nýjar forsendur fyrir mati á lífslíkum sem lífeyrissjóðum ber að nota við útreikning lífeyrisskuldbindinga tóku gildi í desember 2021. Nýju lífslíkutöflurnar endurspegla þá þróun að þjóðin, þar á meðal sjóðfélagar, lifir lengur þó mismikið eftir aldri. Eru þetta stærstu forsendubreytingar á rekstri lífeyrissjóða frá setningu laga um lífeyrissjóði árið 1997. Hafa þær verulega áhrif á útreikningsforsendum lífeyrisskuldbindinga lífeyrissjóða á Íslandi og bara í tilfelli Lífeyrissjóðs verzlunarmanna juku þær lífeyrisskuldbindingar sjóðsins um 77 milljarða króna. Lífeyrissjóður verzlunarmanna brást við með því að lækka réttindi yngri sjóðfélaga til mánaðarlegs ellilífeyris meira en þeirra eldri þar sem þeir kæmu til með að njóta lífeyris lengur.

 

Sjóðfélagi höfðaði mál á hendur lífeyrissjóðnum og krafðist að þessar breytingarnar yrðu dæmdar ógildar. Hæstiréttur hafnaði þeirri kröfu og staðfesti að Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefði verið heimilt að breyta lífeyrisréttindum þeirra sem ekki eru byrjaðir að taka lífeyri með hliðsjón af nýjum forsendum um lífslíkur með þessum hætti. Hefur niðurstaðan fordæmisgildi fyrir fjölda annarra lífeyrissjóða sem gerðu sambærilegar breytingar á samþykktum sínum.

 

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

LEX tilefnt sem IP Company of the Year

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að LEX hefur verið tilnefnt sem IP Company of the Year á Íslandi hjá hinum virtu Global IP Awards. Þessi tilnefning byggir á umfangsmiklum rannsóknum sem framkvæmdar eru af IAM og WTR.

Innilegar hamingjuóskir til okkar frábæra hugverkateymis fyrir framúrskarandi störf á sviði hugverkaréttar!

IP Stars 2024

Þær Erla S. Árnadóttir og Lára Herborg Ólafsdótttir, eigendur á LEX lögmannstofu hlutu nýverið viðurkenningar frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu Managing IP fyrir árið 2024.

Erla S. hlýtur viðurkenninguna “Trade mark star 2024” og er að auki á lista “Top 250 Women in IP 2024”.

Lára Herborg hlýtur viðurkenninguna “Copyright star 2024”.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og erum stolt af góðum árangri hugverka- og tækniteymis okkar á LEX.

LEX ráðleggur JBT við yfirtöku á Marel

JBT Corporation, leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði tæknilausna fyrir matvæla- og drykkjarvörugeirann, lagði í dag fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt útgefið og útistandandi hlutafé í Marel hf. í kjölfar staðfestingar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á tilboðsyfirliti og lýsingu í tilefni af tilboðinu. LEX er innlendur lögfræðilegur ráðgjafi JBT í tengslum við yfirtökutilboðið. Teymi LEX er leitt af eigendunum Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Stefáni Orra Ólafssyni og fulltrúanum Kristni Inga Jónssyni.

Málsmeðferð samrunamála á Íslandi

Í nýlegri grein í Viðskiptablaðinu fjalla þær María Kristjánsdóttur, lögmaður hjá LEX og Heiðrún Marteinsdóttur, framkvæmdastjóri SFS um hina vandrötuðu vegi Samkeppniseftirlitsins.
Þrátt fyrir breytingar á málsmeðferðarreglum Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum í lok árs 2020 er staðan hér á landi enn sú að Samkeppniseftirlitið var með fleiri samruna til meðferðar í fasa II heldur en bæði ESB og Noregur til samans sl. fimm ár.
Málsmeðferð samrunamála á Íslandi er óásættanleg og henni verður að breyta.