Nýbirt mat Legal 500, eins virtasta matsaðila á lögmannsstofum á heimsvísu, undirstrikar enn á ný sterka stöðu LEX. Stofan hlaut efstu flokkun í 6 af þeim flokkum sem metnir voru og fékk að auki góðar umsagnir í öðrum flokkum. Alls er 14 eigendur og 3 fulltrúar taldir vera á meðal þeirra hæfustu á sínu sviði sem er á meðal þess mesta sem sést hefur. Í upptalningu hér fyrir neðan má sjá þá lögmenn sem Legal 500 telur á meðal þeirra bestu í sínum flokki.
Bankar, fjármögnun og verðbréfamarkaðir
- Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Ólafur Haraldsson eru í „Hall of Fame“, æðstu viðurkenningu Legal 500.
- Stefán Orri Ólafsson og Fanney Frímannsdóttir fá einnig frábæra umsögn sem „Next Generation Partners“.
Viðskipti, fyrirtæki, samrunar og yfirtökur
- Garðar Víðir Gunnarsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Stefán Orri Ólafsson eru nefndir sem leiðandi eigendur.
- Árni Freyr Sigurðsson er nefndur sem leiðandi fulltrúi og Kristinn Ingi Jónsson metinn sem Recommended Lawyer.
Málflutningur
- Kristín Edwald er í „Hall of Fame“.
- Arnar Þór Stefánsson er metinn sem leiðandi eigandi, Garðar Víðir Gunnarsson sem „Next Generation Partner“ og Fjölnir Ólafsson sem leiðandi fulltrúi.
Sjó- og flutningaréttur
- Lilja Jónasdóttir er í „Hall of Fame“ og Guðrún Lilja Sigurðardóttir er „Next Generation Partner“.
Endurskipulagning fyrirtækja og gjaldþrotaréttur
- Guðmundur Ingvi Sigurðsson er í „Hall of Fame“.
- Þórhallur Bergmann er metinn sem leiðandi eigandi, Birgir Már Björnsson sem „Next Generation Partner“ og Kara Borg Fannarsdóttir sem leiðandi fulltrúi.
Fjarskipti, fjölmiðlar, tækni og hugverkaréttindi
- Erla S. Árnadóttir er í „Hall of Fame“.
- Lára Herborg Ólafsdóttir og María Kristjánsdóttir eru „Next Generation Partner“.
Evrópu- og samkeppnisréttur
- Guðrún Lilja Sigurðardóttir er metin sem „Next Generation Partner“.
Fasteigna- og verktakaréttur
- Arnar Þór Stefánsson og Guðjón Ármannsson eru metnir sem leiðandi eigendur.
Skattaréttur
- Garðar Víðir Gunnarsson er metinn sem leiðandi eigandi.
Við erum afar ánægð með þessar niðurstöður, sem staðfesta enn og aftur öfluga stöðu LEX á íslenska lögfræðimarkaðnum.
Recent Comments