Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Fæ ég skylduarfinn?

16. desember, 2020

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX fjallar um erfðamál í Viðskiptamogganum í dag. Í nýlegum dómum Hæstaréttar í málum nr. 7/2020 og 8/2020 reyndi á samspil heimilsfestisreglu íslensks erfðaréttar og bandarískra reglna um tiltekið form sameignarréttinda, svokallað joint tenancy with a right of survivorship (JTWROS). Niðurstaða Hæstaréttar var sú að víkja frá heimilisfestisreglunni og láta réttarstöðu þess í stað ráðast af lögum í hinu erlenda ríki. Með beitingu erlendra sameignarréttinda líkt og JTWROS kynni aðili sem er heimilisfastur hér á landi að geta svipt skylduerfingja arfi eftir sig í heild eða að hluta, þrátt fyrir að íslensk lög gildi um dánarbússkipti hans og eignin hafi verið skráð eign hins látna allt til dánardags.

Aftur í fréttasafn