Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Eyrarbúið ehf. dæmt til að greiða Plús film ehf.

13. apríl, 2021

Í síðustu viku gekk dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Eyrarbúið ehf. var dæmt til að greiða Plús film ehf. kr. 20.166.583 ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Málið varðaði heimildarmyndina Eyjafjallajökull Erupts sem félag Sveins M. Sveinssonar, kvikmyndagerðarmanns, framleiddi í samstarfi við stefnda en hún fjallar um lífið og uppbygginguna á bænum Þorvaldseyri meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð og í kjölfar þess. Stefndi sýndi myndina í nokkur ár í gestastofu á Þorvaldseyri fyrir gríðarlegan fjölda gesta. Jafnframt framleiddi stefnandi DVD diska með myndinni sem voru seldir þar á staðnum. Með dómnum var hafnað því sjónarmiði Eyrarbúsins að það hefði eitt átt öll höfundaréttindi yfir myndinni og félagið dæmt til að greiða stefnanda helming þess hagnaðar sem nýting myndarinnar hafði skapað síðustu árin sem hún var nýtt með þessum hætti. Erla S. Árnadóttir flutti málið fyrir Plús film ehf.

Aftur í fréttasafn