Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Dómur um skaðabótaábyrgð vegna skipsskaða

13. júní, 2018

Fimmtudaginn 7. júní sl. var dómur kveðinn upp í Hæstarétti í máli nr. 611/2017 Stálsmiðjan Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðin hf. gegn  Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kröfðu Stálsmiðjuna Framtak ehf. og Tryggingamiðstöðina hf., ábyrgðartryggjanda félagsins, um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Björgun ehf. varð fyrir er skip þess Perlan RE sökk í Reykjavíkurhöfn.

Féll dómur á þann veg að Stálsmiðjunni Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðinni hf. var gert að greiða Sjóvá-Almennum tryggingum hf. helming þess sem félagið hafið greitt Björgun ehf. úr tryggingum félagsins meðal annars vegna björgunar, hagsmunatryggingu og áhafnartryggingu skipsins.

Kristín Edwald, hrl. og eigandi á LEX flutti þetta mál f.h. Sjóvá-Almennra trygginga hf.

Sjá frétt um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar – en dóminn í heild sinni má lesa hér

Aftur í fréttasafn