Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Dómur um skaðabótaábyrgð vegna skipsskaða
13. júní, 2018Fimmtudaginn 7. júní sl. var dómur kveðinn upp í Hæstarétti í máli nr. 611/2017 Stálsmiðjan Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðin hf. gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kröfðu Stálsmiðjuna Framtak ehf. og Tryggingamiðstöðina hf., ábyrgðartryggjanda félagsins, um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Björgun ehf. varð fyrir er skip þess Perlan RE sökk í Reykjavíkurhöfn.
Féll dómur á þann veg að Stálsmiðjunni Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðinni hf. var gert að greiða Sjóvá-Almennum tryggingum hf. helming þess sem félagið hafið greitt Björgun ehf. úr tryggingum félagsins meðal annars vegna björgunar, hagsmunatryggingu og áhafnartryggingu skipsins.
Kristín Edwald, hrl. og eigandi á LEX flutti þetta mál f.h. Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Sjá frétt um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar – en dóminn í heild sinni má lesa hér