Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Chambers Global setur LEX í „Band 1“ á meðal lögmannsstofa

12. mars, 2015

Chambers Global hefur gefið út árlegt mat sitt á lögmannsstofum í heiminum.  Á Íslandi er LEX lögmannsstofa metin sem „Band 1“ lögmannstofa sem er hæsta einkunn sem lögmannstofum hlotnast og festir þar með LEX í sessi sem eina af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi.

Í mati Chambers Global er mælt með fjölmörgum lögmönnum LEX, þar á meðal Ólafi Haraldssyni, Garðari Gíslasyni og Aðalsteini Jónassyni.

Teymisstjóranum Ólafi Haraldssyni er hrósað fyrir samningatækni.  Einn viðskiptavinur segir:  „Ég var mjög sáttur við hans aðferð við samningaviðræðurnar.  Hann er rólegur og hann undirbýr sína afstöðu mjög vel – röksemdafærsla hans vann í raun vinnuna fyrir hann.“

Garðari Gíslasyni er hrósað fyrir skattaþekkingu og þekkingu á viðskiptalífinu.  „Hann hefur djúpa þekkingu á skattamálum.  Hann er snöggur til verka og hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim geira sem að við störfum í og þeim áskorunum sem að við mætum “ segir annar viðskiptavinur.

Þeir sem talað er við lýsa Aðalsteini Jónassyni sem „mesta sérfræðingi á sviði banka og fjármagnsréttar – minn fyrsti kostur.  Þegar að þú mætir með hann þér við hlið þá veistu að hinir munu hlusta.“

Aftur í fréttasafn