Eva Margrét Ævarsdóttir, sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni (ESG – e. environment, social, governance) á LEX, skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hún fjallar um hvernig áherslur í fjármögnun gætu breyst hratt á allra næstu misserum. Áhrif loftslagsbreytinga í heiminum séu orðin áþreifanleg og að það hafi náð athygli fjárfesta og fjármagnseigenda í… Read more »
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði nokkur orð í ViðskiptaMoggann 1. sept. sl. um hugbúnaðarkaup hins opinbera og nokkur atriði sem mikilvægt er að opinberir aðilar þekki og tileinki sér, m.a. út frá lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Til hliðsjónar má geta að nýverið voru birtar leiðbeiningar til opinberra aðila um… Read more »
Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í seinustu viku þar sem hann fjallar um þróun minnihlutaverndar í löggjöf og dómaframkvæmd og nýlega lagasetningu um minnihlutavernd við ákvarðanatöku í veiðifélögum.
Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í sumar þar sem hann bendir á kosti þess að fresta ekki um of nýtingu uppsafnaðs orlofs vegna lagalegrar stöðu orlofskrafna við gjaldþrotaskipti.
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í ViðskiptaMoggann fyrr í vikunni um nýbirtar leiðbeiningar frá evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) um viðbótarráðstafanir sem nauðsynlegt getur verið að grípa til, þegar persónuuppplýsingum er miðlað utan EES-svæðisins, s.s. fyrir tilstilli skýjalausna.
Í morgun hófust viðskipti með bréf í Síldarvinnslunni hf. í Kauphöll Íslands. Í aðdraganda skráningar fór fram hlutafjárútboð og var töluverð umfram eftirspurn eftir hlutum í félaginu í útboðinu. LEX lögmannsstofa, með þá Eyvind Sólnes og Stefán Orra Ólafsson í fararbroddi sá um lögfræðiráðgjöf til Síldarvinnslunnar í aðdraganda skráningar og við hlutafjárútboðið.
LEX lögmannsstofa tekur þátt í nýsköpunarvikunni 2021. Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu, og Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX lögmannstofu, munu mánudaginn 31. maí næstkomandi kl. 14.00 – 15:30 halda kynningu um tengsl lögfræði og gervigreindar. Í kynningunni munu þær fara yfir áhrif gervigreindar á lögfræðistéttina, mögulega notkun gervigreindar… Read more »
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX fjallaði í Viðskiptamogganum í liðinni viku um drög að reglugerð um noktun á gervigreind innan Evrópusambandsins, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti drögin fyrir skemmstu. Markmið regluverksins er m.a. að hafa áhrif á þær aðferðir sem notast er við þegar fyrirtæki þróa, markaðssetja og nota stafræna tækni í hinum… Read more »
Í Hugverkatíðindum fyrir aprílmánuð 2021 birtust fyrstu íslensku hreyfimerkin sem samþykkt hafa verið til skráningar hjá Hugverkastofunni. Hreyfimerki eru dæmi um svokölluð óhefðbundin vörumerki, en með breytingu á vörumerkjalögum sem tóku gildi þann 1. September 2020 var opnað fyrir skráningu á slíkum vörumerkjum. Líkt og nafnið bendir til fela hreyfimerki í sér hreyfingu eða breytingu… Read more »
Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum. Nú í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í… Read more »
Recent Comments