Category: Fréttir

Fjármál sveitarfélaga

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX birti nýverið grein í Viðskiptamogganum í tilefni af umræðu um bága fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Í greininni fjallar hann um regluverkið sem gildir við slíkar aðstæður og þau úrræði sem standa til boða. Sérstaklega er mælt fyrir um í sveitarstjórnarlögum að sveitarfélög verði ekki tekin til gjaldþrotaskipta og að… Read more »

Tímabundinn einkaréttur lyfja – framkvæmdastjórn ESB boðar breytingar

Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður á LEX birti grein í Innherja í gær í tilefni þess að framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram tillögur að umfangsmestu breytingum á lyfjalöggjöfinni í 20 ár (EU pharma reform) sem fela m.a. í sér að núverandi kerfi fyrir tímabil einkaréttar verði töluvert breytt.

Eitt evrópskt einkaleyfi og Sameiginlegi einkaleyfadómstóllinn

Erla S. Árnadóttir, lögmaður og eigandi á LEX birti í dag grein í Innherja þar sem hún fer yfir þýðingu nýrra reglna sem taka gildi 1. júní nk. um svokallað eitt evrópskt einkaleyfi (e. European Patent with Unitary Effect) og reglur um Sameiginlega einkaleyfadómstólinn (e. Unified Patent Court). Rétt er að taka fram að hið… Read more »

Spjallmennið Chat GPT

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu birti nýlega grein í ViðskiptaMogganum í tilefni af því að fyrirtækið Open AI hefur tilkynnt að gervigreindarlíkan á vegum félagsins, Chat GPT yrði þróað á íslensku.  Gervigreindarlíkön á borð við ChatGPT búa yfir miklum möguleikum en jafnframt eru veigamiklar laglegar áskoranir sem geta fylgt notkun gervigreindarlíkana… Read more »

Upplýsingaskylda útgefanda skráðra skuldabréfa

Stefán Orri Ólafsson, lögmaður og eigandi á LEX birti nýlega grein í Innherja þar sem hann fjallar um það vandasama mat sem útgefendur fjármálagerninga standa oft frammi fyrir varðandi hvaða upplýsingar skylt er að birta opinberlega. Um útgefendur skráðra skuldabréfa gilda nokkuð ítarlegar reglur, meðal annars að því er lýtur að skyldu þeirra til að… Read more »

LEX í hæsta gæðaflokki hjá Legal 500

Matsfyrirtækið Legal 500 hefur birt niðurstöður sínar fyrir fyrir árið 2023 Árlega greinir Legal 500 lögmannsstofur um allan heim á ítarlegan hátt til að geta varpað sem skýrastri sýn á alþjóðlegan lögfræðimarkað. Legal 500 hefur nú birt niðurstöður síðar fyrir árið 2023. LEX er hátt metið í öllum flokkum, þar af í hæsta flokki (Tier… Read more »

Til sölu: Torg Prentsmiðja

Prentsmiðja þrotabús Torgs ehf. er til sölu ásamt rekstrarvörum. Um er að ræða blaðaprentvél sem sá m.a. um prentun á Fréttablaðinu og fleiri miðlum auk pappírs og rekstrarvara. Prentsmiðjan er staðsett að Suðurhrauni 1, Garðabæ. Óskað er eftir að áhugasamir aðilar sendi erindi á netfangið torg@lex.is. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu  

Atvinnufrelsi og takmarkandi ákvæði ráðningarsamninga

Guðmundur Hólmar Helgason, lögfræðingur á LEX birti nýverið grein  á Vísi þar sem hann fjallar um atvinnufrelsi á Íslandi, takmarkandi ákvæði í ráðningarsamsamningum, lagaumhverfið í kringum slík ákvæði og breytingar sem nágrannaþjóðir okkar hafa gert á sinni vinnulöggjöf.

LEX metið sem leiðandi fyrirtæki hjá Chambers – Europe

Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. Nú í mars kom út mat þeirra fyrir Evrópu og er LEX þar metið sem leiðandi fyrirtæki (e. leading firm). Mat Chambers and Partners fyrir Evrópu lýtur að flokkunum Intellectual Property, Corporate/Commercial og Dispute Resolution. Í febrúar kom út mat þeirra á alþjóðavísu (e…. Read more »

LEX metið sem leiðandi fyrirtæki hjá Chambers – Global

Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. Út er komið mat þeirra á alþjóðavísu (e. global) fyrir árið 2023 og er LEX metið þar sem leiðandi fyrirtæki (e. leading firm). Mat Chambers and Partners lýtur að flokkunum Corporate/Commercial og Dispute Resolution. Í flokknum „Corporate / Commercial“ er teyminu lýst á… Read more »