Category: Fréttir

LEX í hæsta gæðaflokki hjá Legal 500

Hið virta matsfyrirtæki Legal 500 hefur birt mat sitt fyrir árið 2024. Matið er birt á greiningum á lögmannsstofum um allan heim sem ætlað er að varpa sem skýrastri sýn á alþjóðlegan lögfræðimarkað. LEX er hátt metið í öllum flokkum, þar af í hæsta flokki (Tier 1) í 8 af 10 flokkum. Við erum gríðarlega… Read more »

LEX í Legal 500 EMEA Green Guide 2024

LEX er leiðandi lögmannstofa í ráðgjöf á sviði sjálfbærni og grænna umskipta samkvæmt Legal 500 Green Guide sem hefur fyrst slíkra matsfyrirtækja lagt mat á heimsvísu á lögmannsstofur sem veita ráðgjöf á sviði sjálfbærni, orkuskipta og verkefni tengd loftslagsbreytingum. LEX hefur á síðustu árum lagt vinnu og metnað í að byggja upp ráðgjöf í sjálfbærnitengdum… Read more »

LEX metið sem leiðandi fyrirtæki hjá Chambers

Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í fjölmörgum löndum um allan heim í yfir tvo áratugi. Nú í mars kom út mat þeirra fyrir Evrópu og er LEX þar metið sem leiðandi fyrirtæki (e. leading firm). Mat Chambers and Partners fyrir Evrópu lýtur að flokkunum Intellectual Property, Corporate/Commercial og Dispute Resolution. Í febrúar kom… Read more »

Fyrirtaks umsögn um LEX hjá WTR

Þær Erla S. Árnadóttir eigandi á LEX og María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og eigandi og framkvæmdarstjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, eru lofaðar fyrir störf sín á sviði vörumerkjaréttar í 2024 útgáfunni af World Trademark Review (WTR 1000).                             LEX fær þar eftirfarandi umsögn… Read more »

Römpum upp Ísland fagnar þúsundasta rampinum

Í vikunni var því fagnað að eitt þúsund rampar hafa verið byggðir hér á landi undir formerkjum verkefnisins „Römpum upp Ísland“. LEX lögmannsstofa er á meðal styrktaraðila verkefnisins og óskar forsvarsmönnum þess innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Áfanganum var… Read more »

Sam­skipti skráðra fé­laga við hlut­hafa: Vand­rataður vegur

Stefán Orri Ólafsson, eigandi og Kristinn Ingi Jónsson, fulltrúi á LEX birtu grein í Innherja í gær um samskipti stjórna og hluthafa í skráðum félögum og þær takmarkanir sem reglur um miðlun innherjaupplýsinga setja slíkum samskiptum.

Flokkunarkerfi ESB – hvaða atvinnustarfsemi er græn?

Með innleiðingu reglubálka ESB hér á landi mun upplýsingagjöf íslenskra fyrirtækja taka breytingum og færast inn í samræmdan og þekktan ramma sem mun vafalaust fela í sér tækifæri fyrir bæði fyrirtæki og fjárfesta. Eva Margrét Ævarsdóttir, eigandi og lögmaður á LEX birti grein í Viðskiptablaðinu um flokkunarkerfi ESB (EU taxonomy) sem tók gildi á Íslandi… Read more »

LEX í hæsta gæðaflokki hjá IFLR

IFLR1000 er fyrirtæki sem metur lögmenn og lögmannsstofur á sviði félags- og fjármangsréttar á alþjóðavísu. Í nýjasta mati þeirra er LEX áfram metið í hæsta gæðaflokk (Tier 1) í flokkunum „Fjármál og fyrirtæki“ (Financial and Corporate) og „ Verkefnaþróun“ (Project Development). Ólafur Haraldsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Stefán Orri Ólafsson, eigendur og lögmenn á LEX… Read more »

Endurupptaka einka- og sakamála

Á síðustu misserum hafa tvær ritrýndar greinar eftir Teit Gissurarson lögmann á LEX komið út í Úlfljóti, tímariti laganema, um endurupptöku dæmdra mála. Fyrri greinin, sem kom út í vetur, fjallar um endurupptöku sakamála en sú síðari, sem út kom nú fyrir helgi, fjallar um endurupptöku einkamála. Endurupptökudómur fer með úrskurðarvald í báðum málaflokkum en… Read more »

LEX hlýtur jafnlaunavottun

LEX lögmannsstofa hefur hlotið formlega jafnlaunavottun, en vottunin staðfestir að LEX starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna LEX. Í jafnlaunastefnu LEX segir m.a. „LEX greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera óháð kyni…. Read more »