Category: Fréttir

Chambers Global setur LEX í „Band 1“ á meðal lögmannsstofa

Chambers Global hefur gefið út árlegt mat sitt á lögmannsstofum í heiminum.  Á Íslandi er LEX lögmannsstofa metin sem „Band 1“ lögmannstofa sem er hæsta einkunn sem lögmannstofum hlotnast og festir þar með LEX í sessi sem eina af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi. Í mati Chambers Global er mælt með fjölmörgum lögmönnum LEX, þar á… Read more »

LEX hlýtur Gull einkunn hjá World Trademark Review

LEX lögmannstofa hlaut gull einkunn í fimmtu útgáfu World Trademark Review 1000 (WTR). Í umsögninni kemur eftirfarandi fram: „LEX er sannarlega ein af bestu lögmannstofum á Íslandi. Stofan lítur með ábyrgum hætti eftir þörfum viðskiptavina og veitir persónulega þjónustu sem miðar að því að fyrirbyggja vandamál“  „Ég gef LEX mín bestu  meðmæli;  Orðspor þeirra er… Read more »

IFLR 1000 metur LEX sem lögmannsstofu í hæsta gæðaflokki

IFLR 1000 hefur í dag metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki.  Með þessu mati hafa öll stærstu matsfyrirtækin metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki. Í mati IFLR 1000 kemur m.a. fram að viðbrögð frá viðskiptavinum séu á þá leið að LEX sé tvímælalaust á pari við það sem best er gert á Ísland… Read more »

Karl Axelsson settur dómari við Hæstarétt Íslands

Karl Axelsson, einn eiganda að LEX hefur verið settur dómari við Hæstarétt Íslands.  Setning Karls er frá 16. október n.k. til 15. júní 2015.   Karl Axelsson hefur um árabil verið einn þekktasti og eftirsóttasti lögmaður landsins og hefur hefur hann flutt fjölda stefnumarkandi dómsmála, einkum á sviði eignar- fasteigna- og auðlindaréttar.  Þá hefur Karl kennt… Read more »

LEX tekur út stjórnarhætti Landsbréfa

Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hefur ákveðið að Landsbréf hf. fái viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Kemur ákvörðunin í kjölfar ítarlegrar úttektar á stjórnarháttum Landsbréfa sem unnin var af lögmannsstofunni LEX ehf. Niðurstaða úttektar LEX er sú að stjórnarhættir Landsbréfa geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar. Úttekin er unnin á… Read more »

Brand Proactive ráðstefna LEX

Þann 18. nóvember n.k. kl. 8.30 – 10.30 efnir LEX  til málstofu í samstarfi við Zeusmark, fyrirtæki er starfar í Kaupmannahöfn, London og New York, og sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja um varnir gegn misnotkun vörumerkja og annarra auðkenna á Internetinu.  Fyrirlesari verður Jean-Jacques Dahan og fer ráðstefnan fram á Hilton Reykjavík Nordica.  Skráning… Read more »

Kristín Edwald hrl., skipuð formaður nefndar um undirbúning millidómsstig

Kristín Edwald hrl, eigandi á LEX er formaður nefndar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði í dag og hefur það hlutverk að undirbúa millidómsstig.  Í fréttatilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu segir: „Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig.  Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í… Read more »

Getting the deal through

Heimir Örn Herbertsson hrl. og Hulda Árnadóttir hdl. lögmenn hjá LEX rituðu kafla í bókina Getting the Deal Through – Merger Control, sem var nýlega gefin út af Global Competition Review. Í bókinni er að finna yfirlit yfir samrunaeftirlit í 73 löndum og er þar m.a. farið yfir helstu atriði löggjafar hvers lands, t.d. um… Read more »

Stjórnskipunarréttur og mannréttindi – Nýtt svið á LEX

Nýtt fagsvið hefur tekið til starfa hjá LEX sem kallast Stjórnskipunarréttur og mannréttindi. Sérfræðingar stofunnar hafa til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita. Þau verkefni sem LEX hefur tekið að sér á þessu sviði varða meðal annars vernd eignarréttinda,… Read more »

LEX veðgæsluaðili í skuldabréfaútboði

Þann 11. október sl. lauk skuldabréfaútboði hjá Eik fasteignafélagi. Útgáfan, sem var um 11,6 ma.kr., er sú stærsta á Íslandi frá árinu 2008 og veitti LEX ráðgjöf við útboðið. LEX hefur jafnframt tekið að sér hlutverk veðgæsluaðila (e. Security Agent) í útgáfunni. Um er að ræða nýja þjónustu hjá LEX og er ekki vitað til… Read more »