Category: Fréttir

EFTA-dómstóllinn dæmir Ferskum kjötvörum í vil

Í dag, 1. febrúar 2016, var kveðinn upp dómur EFTA-dómstólsins í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu.  Arnar Þór Stefánsson hrl. lögmaður á LEX flutti málið f.h. Ferskra kjötvara. Málavextir eru þeir að í febrúar 2014 fluttu Ferskar kjötvörur 83 kg af ferskum nautalundum frá Hollandi til Íslands, með viðkomu í Danmörku. Innflutningsleyfið var veitt,… Read more »

LEX talinn vera leiðandi aðili á sviði hugverkaréttar á Íslandi

The World Trademark Review 1000 (WTR 1000) hefur gefið út mat sitt vegna ársins 2016.  LEX er mjög stolt af því að samkvæmt þessari útgáfu eru tveir af eigendum LEX, þær Erla S. Árnadóttir og Hulda Árnadóttir, taldar vera meðal leiðandi sérfræðinga á þessu sviði. Samkvæmt þessari útgáfu WTR 1000 er LEX lögmannstofa talin í… Read more »

LEX rekur mál fyrir EFTA-dómstólnum um innflutning á fersku kjöti

Þriðjudaginn 2. desember sl. fór fram málflutningur í EFTA-dómstólnum í Lúxemborg vegna máls Ferskra kjötvara ehf. gegn íslenska ríkinu þar sem tekist er á um innflutningsbann á fersku kjöti til landsins. Héraðsdómur Reykjavíkur, þar sem málið er til umfjöllunar, hafði áður kveðið upp þann úrskurð að leita skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í málinu. LEX gætir… Read more »

Dómur Evrópudómstólsins um meginreglur um örugga höfn fyrir persónuupplýsingar (Safe Harbor)

Dómur Evrópudómstólsins um meginreglur um örugga höfn fyrir persónuupplýsingar (Safe Harbor) Með dómi 6. október s.l. ógilti Evrópudómstóllinn ákvörðun Evrópusambandsins um meginreglur um örugga höfn fyrir persónuupplýsingar (Safe Harbor). Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla vinnslu persónuupplýsinga þar sem vinnsluheimild er eingöngu studd við Safe Harbor meginreglurnar. Slíkar upplýsingar geta verið m.a. starfsmannaupplýsingar fyrirtækja í eigu… Read more »

Karl Axelsson skipaður dómari við Hæstarétt Íslands

Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður á LEX og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Karl er einn af reynslumestu lögmönnum LEX og í hópi virtustu lögmanna landsins. Karl hefur sérhæft sig í eignar-, fasteigna- og auðlindarétti og hefur kennt laganemum eignarrétt við Háskóla Íslands síðastliðin 23 ár. Hann hefur flutt fjölda… Read more »

LEX er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015

Þann 7 maí s.l. birti VR niðurstöður vinnumarkaðskönnunar.  Fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra.  LEX var á meðal 10 efstu í flokknum stór fyrirtæki.  Þessi fyrirtæki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015. Fyrirtæki ársins 2015 voru valin með… Read more »

Þórunn Guðmundsdóttir formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands

Þór­unn Guðmunds­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður var í dag kjörin formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þórunn var kosin í bankaráðið af Alþingi í mars síðastliðnum í stað Ólafar Nordal sem hætti í ráðinu er hún tók við embætti innanríkisráðherra. Á fundi ráðsins í dag var Þórunn svo kosin formaður.  Þórunn hefur um árabil starfað sem eigandi að LEX lögmannsstofu.

Chambers Europe metur LEX lögmannstofu í hæsta gæðaflokki

Chambers Europe gaf í dag út mat sitt á lögmannstofum í Evrópu.  LEX er metið í „Band 1“, sem er hæsta mögulega einkunn sem Chambers gefur út.  Er LEX því áfram metið í hæsta gæðaflokki íslenskra lögmannstofa hjá öllum helstu matsfyrirtækjum. Í mati Chambers Europe kemur m.a. fram að LEX lögmannstofa sé þekkt fyrir að… Read more »

Legal 500 gefur LEX hæstu einkunn

Legal 500 hefur í dag gefið LEX lögmannstofu hæstu einkunn í árlegu mati sínu.  LEX nýtur því áfram hæstu einkunnar hjá öllum helstu fyrirtækjum sem leggja mat á gæði lögmannstofa.  Í mati Legal 500 kemur m.a. fram: ,,LEX er ein af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi, sem þjónustar viðskiptavini sína með yfirgripsmikilli þjónustu, á breiðu sviði… Read more »

Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup

Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup fór fram í dag.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi: Útboðsskylda  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl. fjallaði um meginreglur og sérstök álitaefni. Hæfi bjóðenda í opinberum innkaupum  Arnar Þór Stefánsson hrl. gerði grein fyrir tilskipun 2014/24/ESB og þeim breytingum sem af henni leiða. Reglur um val á tilboðum  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl.vék að… Read more »