Category: Fréttir

Sveinn Snorrason, einn stofnenda LEX, látinn

Sveinn Snorrason Hæstaréttarlögmaður lést aðfaranótt mánudagsins 3. september s.l. Upphaf LEX lögmannsstofu má rekja til þess að Sveinn Snorrason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson sem þá voru fulltrúar hjá Sakadómi Reykjavíkur ákváðu að fara úr örygginu hjá ríkinu og opna lögmannsstofu. Sveinn byrjaði stofureksturinn 1. desember 1959 að Klapparstíg 26 í Reykjavík, en Guðmundur kom til… Read more »

Dómur um skaðabótaábyrgð vegna skipsskaða

Fimmtudaginn 7. júní sl. var dómur kveðinn upp í Hæstarétti í máli nr. 611/2017 Stálsmiðjan Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðin hf. gegn  Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kröfðu Stálsmiðjuna Framtak ehf. og Tryggingamiðstöðina hf., ábyrgðartryggjanda félagsins, um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Björgun ehf. varð fyrir er skip þess Perlan RE sökk í Reykjavíkurhöfn. Féll… Read more »

Arnar Þór Stefánsson með erindi á fundi Verkfræðingafélagi Íslands

Verkfræðingafélag Íslands stóð fyrir morgunfundi undir yfirskriftinni: Minna skrifræði – Meiri ábyrgð. Skipulagsferli – skilvirkni í þágu velferðar. Á fundinum flutti Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og eigandi á LEX erindi undir heitinu: „Skilvirkari og sanngjarnari löggjöf“. Arnar Þór Stefánsson hrl. minnti í upphafi erindis síns á það markmið Árósarsamningsins að tryggja rétt almennings og umhverfissamtaka… Read more »

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunnar.

LEX veitir fjórum útgerðarfélögum ráðgjöf í einum af stærstu skipasmíðasamningum Íslandssögunnar. Þann 3. desember s.l. var tilkynnt í Kauphöllinni í Singapore að fjögur íslensk útgerðarfélög hefðu náð samningum við Vard skipasmíðastöðina í Noregi um hönnun og smíði á 7 togskipum.  Eyvindur Sólnes eigandi á LEX veitti Berg-Huginn, Útgerðarfélagi Akureyringa, Gjögri og Skinney-Þinganes ráðgjöf við samningsgerðina. … Read more »

Hulda Árnadóttir skipaður formaður fjölmiðlanefndar

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Huldu Árna­dótt­ur héraðsdóms­lög­mann og eiganda á LEX formann fjöl­miðlanefnd­ar frá 20. októ­ber 2017. Hulda var áður vara­formaður nefnd­ar­inn­ar. Hulda sem er einn af eigendum LEX hóf störf hjá LEX árið 2006 að loknu fram­halds­námi við Bristol-háskóla og hef­ur starfað hjá fé­lag­inu óslitið síðan. Hulda lauk laga­prófi árið 2001 og starfaði… Read more »

LEX styður ráðstefnu um alþjóðlegan gerðardómsrétt

Dagana 7. og 8. september s.l.fór fram á Íslandi ráðstefna á vegum Gerðardóms Alþjóða viðskiptaráðsins til að kynna málsmeðferð fyrir gerðardómi sem skilvirka lausn við úrlausn viðskiptatengdra ágreiningsmála.  Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Garðar Víðir Gunnarsson hdl., sem er einn af mestu sérfræðingum á Íslandi á sviði gerðardómi, en Garðar er einn af eigendum… Read more »

LEX ráðleggur NetApp við kaup á Greenqloud

NetApp hefur keypt íslenska skýlausnarfyrirtækið Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 og var fyrsta fyr­ir­tæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjón­ustu sem ein­göngu var rek­in á end­ur­nýj­an­legri orku. Greengloud hefur ennfremur þróað Qstack; sér­hannaða hug­búnaðarlausn sem get­ur á auðveld­an hátt stýrt skýja­lausn­um og tölvuþjón­um fyr­ir­tækja. NetApp, Inc. var stofnað árið 1992 en… Read more »

Aðalsteinn Jónasson skipaður dómari við Landsrétt

Aðalsteinn Jónasson hrl. LL.M og eigandi að LEX hefur verið skipaður dómari við Landsrétt. Aðalsteinn sem hefur starfað á LEX með hléum frá árinu 1992 er einn mesti sérfræðingur Íslands á sviði fjármagnsmarkaðaréttar. Eftir hann liggja bækurnar Viðskipti með fjármálagerninga sem kom út árið 2009 og Markaðssvik, sem kom út fyrr á þessu ári. Það… Read more »

Garðar Valdimarsson gengur til liðs við LEX

Garðar Valdimarsson hefur gengið til liðs við LEX og mun þar sinna skattaráðgjöf til viðskiptavina LEX. Garðar sem er einn af helstu skattasérfræðingum landsins hefur í gegnum tíðina starfað á sviði skattamála eftir að hafa lokið prófi í endurskoðun og lögfræði hér heima og framhaldsnámi í skattarétti við Kaupmannahafnarháskóla árið 1976. Hann var skipaður skattrannsóknarstjóri… Read more »

Óskar Sigurðsson gengur til liðs við LEX

Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands hefur gengið til liðs við LEX lögmannsstofu. Óskar hefur á undanförnum árum rekið JP lögmenn í samstarfi við aðra en eignaðist JP lögmenn að fullu fyrr á þessu ári. Nú hafa náðst samningar um samruna JP lögmanna og LEX. Helstu sérsvið Óskars eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga-… Read more »