Category: Fréttir

Arðgreiðsla móðurfélags á grundvelli hlutdeildartekna talin lögmæt

Landsréttur kvað þann 8. nóvember s.l. upp dóm í máli sem Birgir Már Björnsson lögmaður á LEX flutti f.h. International Seafood Holdings S.á.r.l. gegn íslenska ríkinu. Í málinu var þess krafist að felldur yrði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla móðurfélags af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði… Read more »

LEX veitir Iceland Seafood International ráðgjöf við almennt útboð og skráningu á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Iceland Seafood International hf. („Iceland Seafood“), viðskiptavinur LEX, tilkynnti í dag að viðskipti myndu hefjast með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Iceland Seafood var áður skráð á First North markað Nasdaq á Íslandi og er 48. félagið sem er skráð á Norðurlandamarkaði Nasdaq árið 2019. Samhliða skráningunni átti sér stað almennt útboð hlutabréfa… Read more »

Vörumerki í lyfjaiðnaði á Íslandi

Hulda Árnadóttir, eigandi og María Kristjánsdóttir, fulltrúi, birtu nýlega þessa grein um vörumerki í lyfjaiðnaði á Íslandi í Pharmaceutical Trademarks: A global Guide 2010/2021 Greinin birtist upphaflega í Pharmaceutical Trademarks: A Global Guide 2020/2021,  viðbæti við World Trademark Review, útgefið af Law Business Research – IP Division. Til að skoða heildarútgáfu ritsins vinsamlegast farið á… Read more »

Útgáfa nýrra starfs- og rekstrarleyfa fyrir sjókvíaeldi Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði

Með úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september síðastliðinn var kröfum um ógildingu rekstrarleyfa Fjarðalax og Arctic Sea Farm vísað frá dómi. Til viðbótar því að vísa málinu frá hafnaði dómarinn einnig efnislega öllum röksemdum stefnenda í málinu. Af hálfu LEX önnuðust eigendurnir  Guðjón Ármannsson, Kristín Edwald og Víðir Smári Petersen lögfræðilega ráðgjöf fyrir Fjarðalax og Arctic… Read more »

LEX ráðleggur Ancala Partners við kaup í HS Orku hf.

LEX Lögmannsstofa

Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður á LEX var lögfræðilegur ráðgjafi Ancala Partners vegna fjárfestingar Ancala Partners í HS Orku hf. Ancala Partners keypti hlutina af Jarðvarma, félag í eigu fjórtán lífeyrissjóða sem var eigandi að 33,4% hlut í HS Orku, sem hafði nýtt sér kauprétt sinn til að ganga inn í kaup á hlutum í HS… Read more »

Sveitarfélögum dæmt í hag í málum er varða 1,4 ma. kr. hagsmuni

Foss

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem Óskar Sigurðsson lögmaður á LEX höfðaði f.h. Grímsnes- og Grafningshrepps gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fjögur önnur sveitarfélög, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit, Ásahreppur og Fljótsdalshreppur höfðu höfðað samskonar mál á hendur íslenska ríkinu og hefur þessi dómur fordæmisgildi fyrir þau dómsmál. Þá lágu fyrir sambærilegar kröfur umræddra… Read more »

Sjávarsýn vinnur mál gegn íslenska ríkinu

Sjávarsýn, eignarhaldsfélag, sem m.a. á stóran eignarhlut í félögunum Ísmar, Gasfélaginu, Tandri, S4S, Iceland Seafood, Cargow og Íslenskri orkumiðlun vann nýverið sigur í dómsmáli gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið má rekja til þess að Sjávarsýn sameinaðist dótturfélagi sínu Imagine Investment og var ágreiningur við skattyfirvöld um skattalega meðferð samrunans. Bæði Ríkisskattstjóri og Yfirskattanefnd… Read more »

Neyðarkallinn

Neyðarkallinn 2018

LEX er þakklátt fyrir óeigingjörn og fórnfús störf björgunarsveita landsins og leggur sitt af mörkum til að styðja við starfsemi þeirra. Á myndinni sést Óskar Sigurðsson lögmaður og einn eigenda LEX veita stóra Neyðarkallinum viðtöku af hendi eins meðlima björgunarsveitanna.

Sveinn Snorrason, einn stofnenda LEX, látinn

Sveinn Snorrason Hæstaréttarlögmaður lést aðfaranótt mánudagsins 3. september s.l. Upphaf LEX lögmannsstofu má rekja til þess að Sveinn Snorrason og Guðmundur Ingvi Sigurðsson sem þá voru fulltrúar hjá Sakadómi Reykjavíkur ákváðu að fara úr örygginu hjá ríkinu og opna lögmannsstofu. Sveinn byrjaði stofureksturinn 1. desember 1959 að Klapparstíg 26 í Reykjavík, en Guðmundur kom til… Read more »

Dómur um skaðabótaábyrgð vegna skipsskaða

Fimmtudaginn 7. júní sl. var dómur kveðinn upp í Hæstarétti í máli nr. 611/2017 Stálsmiðjan Framtak ehf. og Tryggingarmiðstöðin hf. gegn  Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kröfðu Stálsmiðjuna Framtak ehf. og Tryggingamiðstöðina hf., ábyrgðartryggjanda félagsins, um greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem Björgun ehf. varð fyrir er skip þess Perlan RE sökk í Reykjavíkurhöfn. Féll… Read more »