Category: Fréttir

Opnað fyrir óhefðbundin vörumerki

Hulda Árnadóttir og María Kristjánsdóttir lögmenn á LEX og stjórnendur GH Sigurgeirsson Intellectual Property (GHIP) – dótturfyrirtækis LEX eru í viðtali í Markaðnum – fylgiriti Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu ræða þeir m.a. um nýorðnar breytingar á vörumerkjalögum á Íslandi, en ein helsta breytingin er sú að opnað er fyrir skráningu á svokölluðum óhefðubundnum vörumerkjum…. Read more »

Nauðsynlegar aðgerðir í kjölfar Schrems II

Þann 16. júlí sl. féll stefnumarkandi dómur Evrópudómstólsins í máli nr. C-311/18 (Schrems II) sem varðaði lögmæti miðlunar Facebook á persónuupplýsingum frá netþjónum á Írlandi og til Bandaríkjanna. Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX fjallar um dóminn og afleiðingar hans í grein í Viðskiptablaðinu. Þar fer hún einnig yfir hvaða aðgerða fyrirtæki þurfa að grípa… Read more »

Nauðasamningar við gjaldþrotaskipti

Birgir Már Björnsson, eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í dag þar sem hann fjallar um nauðasamninga við gjaldþrotaskipti. Þrátt fyrir að við gjaldþrotaskipti glati eigendur félags yfirráðum og réttindum yfir því eiga þeir hins vegar enn möguleika á að endurheimta fyrirtæki sín úr gjaldþrotameðferð. Í XXI. kafla gjaldþrotaskiptalaga er mælt fyrir um það… Read more »

Breytingar á vörumerkjalögum

Þann 1. september 2020 tóku gildi lög nr. 71/2020, um breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997. Með lögunum eru innleidd í íslenskan rétt ákvæði vörumerkjatilskipunar Evrópusambandsins 2015/2436. Lögin innihalda ýmis nýmæli, bæði til samræmingar á nálgun aðildarríkja Evrópusambandsins og EES/EFTA-ríkjanna varðandi skráningu, notkun og verndartíma vörumerkja en einnig ítarlegri ákvæði en áður um tengd… Read more »

Togstreita fjártækni og persónuverndar

Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX skrifaði grein í viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem hún fjallar um fyrirhugað frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu sem leggja á fyrir Alþingi í janúar 2021 og er ætlað að samræma reglur um greiðsluþjónustu þeim sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu, með innleiðingu tilskipunar ESB nr. 2015/2355 (PSD2). Markmið frumvarpsins er… Read more »

Tilskipun um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD) innleidd á Íslandi

Tilskipun ESB um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, svokölluð AIFMD tilskipun, hefur loks verið innleidd á Íslandi með setningu laga nr. 45/2020 sem tóku gildi í vor. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í framkvæmd fylgt ákvæðum tilskipunarinnar er þetta þarft og ánægjulegt skref þar sem heildarlöggjöf um rekstraraðila og sérhæfða sjóði er nú loks til… Read more »

Lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða

Í gær, 1. september, tóku gildi lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, sem taka m.a. til stafrænna þjónustuveitenda. Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX skrifaði grein í viðskiptablað Morgunblaðsins þar sem hún fjallar um nýju lögin og áhrif þeirra á íslenskt samfélag.

Rapyd kaupir KORTA hf

Í gær var gengið frá kaupum fjártæknifyrirtækisins Rapyd á öllu hlutafé í íslensku greiðslustofnuninni KORTA hf. Stefán Orri Ólafsson og Fanney Frímannsdóttir, lögmenn á LEX, voru ráðgjafar Rapyd við kaupin. Sjá einnig: Tilkynning Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands  Frétt Viðskiptablaðsins    

Veiki hlekkur bálkakeðjunnar

Lára Herborg Ólafsdóttir, eigandi á LEX skrifaði grein í Morgunblaðið í dag um bálkakeðjutækni og persónuvernd. Persónuverndarreglugerðin sem innleidd var í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, var meðal annars lögfest til þess að bregðast við framförum í tækni og var sett sett með það í huga að vera „tæknilega… Read more »

LEX veitir fjárfestahópi ráðgjöf við kaup Norðanfisks af Brim

Foss

Þann 29. maí sl. var skrifað undir kaupsamning þar sem útgerðarfélagið Brim hf. seldi hópi fjárfesta á Akranesi allt hlutafé í Norðanfiski ehf. Norðanfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi til veitingahúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkninga í verslunum um allt land. Framkvæmdastjóri Norðanfisks verður áfram Sigurjón Gísli Jónsson og formaður stjórnar… Read more »