Category: Fréttir

(H)ljómandi vörumerki

María Kristjánsdóttir, lögmaður á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP – dótturfyrirtækis LEX, ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún fjallar um hljóðmerki. Hljóðmerki er ein af þeim tegundum óhefðbundinna vörumerkja sem nú er mögulegt að skrá í íslenska vörumerkjaskrá eftir breytingar á vörumerkjalögum sem tóku gildi 1. september 2020.

María Kristjánsdóttir nýr framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson Intellectual Property

María Kristjánsdóttir

María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson Intellectual Property, sem er sjálfstætt dótturfélag LEX á sviði vörumerkja- og einkaleyfaréttar. María lauk ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2007 og LL.M. gráðu í alþjóðaviðskiptalögfræði frá Fordham háskóla í New York 2008. María er lögmaður með leyfi til reksturs mála fyrir héraðsdómi og… Read more »

Brexit: Tilnefning fulltrúa í Bretlandi vegna vinnslu persónuupplýsinga

Erla S. Árnadóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu skrifar grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, í dag þar sem hún fer yfir eitt þeirra atriða varðandi vinnslu persónuupplýsinga er hafa þarf í huga í tilefni af brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu. Bresk lög kveða nú á um að ábyrgðar- og vinnsluaðilar vinnslu persónuupplýsinga sem ekki hafa… Read more »

Rafrænir hluthafafundir – hugum að undirbúningi

Rafrænir hluthafafundir, að hluta til eða í heild, geta verið ákjósanlegur kostur. Kristín Edwald, lögmaður og eigandi á LEX fjallar m.a. um heimild til rafrænna hluthafafunda skv. lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, rafræna framkvæmd og aukna almenna þekkingu á fjarfundarbúnaði í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar Verslunar.

Vernd uppljóstrara

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í ViðskiptaMoggann þann 23. desember sl. sem fjallar um vernd uppljóstrara en ný lög nr. 40/2020 taka gildi nú um áramót sem ætlað er að vernda alla starfsmenn, opinbera og aðra, sem greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum… Read more »

Fæ ég skylduarfinn?

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX fjallar um erfðamál í Viðskiptamogganum í dag. Í nýlegum dómum Hæstaréttar í málum nr. 7/2020 og 8/2020 reyndi á samspil heimilsfestisreglu íslensks erfðaréttar og bandarískra reglna um tiltekið form sameignarréttinda, svokallað joint tenancy with a right of survivorship (JTWROS). Niðurstaða Hæstaréttar var sú að víkja frá heimilisfestisreglunni… Read more »

Markaðsþreifingar á íslenskum fjármálamarkaði – breytt framkvæmd við innleiðingu MAR

Stefán Orri Ólafsson, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins í dag þar sem hann fjallar um frumvarp til nýrra laga um markaðssvik sem ætlað er að leysa af hólmi núgildandi ákvæði laga um verðbréfaviðskipti um meðferð innherjaupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun. Með fyrirhuguðum lögum verður innleidd reglugerð Evrópusambandsins og ráðsins… Read more »

Vörumerki í lyfjaiðnaði á Íslandi

Hulda Árnadóttir, eigandi og María Kristjánsdóttir, fulltrúi rituðu kaflann um vörumerki í lyfjaiðnaði á Íslandi í ritið Pharmaceutical Trademarks 2021. Pharmaceutical Trademarks 2021 er gefið út af Law Business research á  lexology.com

Munu greiðsluörðugleikar líða hjá?

Birgir Már Björnsson, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu ritaði grein í Viðskiptamoggann í gær þar sem hann fjallar um hlutverk stjórnar samkvæmt félagarétti og bendir á að meðal þeirra ákvarðana sem stjórnendur félaga bera ábyrgð á er mat á því hvort rekstri félags sé orðið þannig háttað að ekki séu lengur uppfyllt skilyrði til… Read more »

LEX er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020

LEX lögmannsstofa er á meðal 3% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020.