Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Brexit: Tilnefning fulltrúa í Bretlandi vegna vinnslu persónuupplýsinga
20. janúar, 2021Erla S. Árnadóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu skrifar grein í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, í dag þar sem hún fer yfir eitt þeirra atriða varðandi vinnslu persónuupplýsinga er hafa þarf í huga í tilefni af brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu. Bresk lög kveða nú á um að ábyrgðar- og vinnsluaðilar vinnslu persónuupplýsinga sem ekki hafa staðfestu í Bretlandi þurfi í vissum tilvikum að tilnefna fulltrúa gagnvart þarlendum persónuverndaryfirvöldum. Íslensk fyrirtæki sem vinna með persónuupplýsingar um breska aðila ættu að kanna nánar hvort skyldan eigi við um þau.
Erla S. Árnadóttir (erlas@lex.is) getur haft milligöngu um frekari ráðgjöf varðandi ofangreinda skyldu.
Aftur í fréttasafn