Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Brand Proactive ráðstefna LEX
8. nóvember, 2013Þann 18. nóvember n.k. kl. 8.30 – 10.30 efnir LEX til málstofu í samstarfi við Zeusmark, fyrirtæki er starfar í Kaupmannahöfn, London og New York, og sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja um varnir gegn misnotkun vörumerkja og annarra auðkenna á Internetinu. Fyrirlesari verður Jean-Jacques Dahan og fer ráðstefnan fram á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning fer fram á www.lex.is/skraning. Aðgangur er ókeypis.
Á málstofunni, sem fram fer á ensku og ber heitið „BrandProactive“, verður fjallað um þann vanda sem fyrirtæki og vörumerkjaeigendur geta staðið frammi fyrir við vernd auðkenna sinna vegna nýrrar tilhögunar ICANN á úthlutun almennra rótarléna, sem og almennt um verndun auðkenna við breyttar aðstæður á Internetinu. Jafnframt verður lýst aðferðum og viðskiptalíkönum sem brotamenn nota á Internetinu og starfsmenn fyrirtækja og stofnana eiga ekki alltaf auðvelt með að átta sig á.
Rætt verður m.a. um eftirfarandi:
– Þær hættur sem blasa nú við eigendum vörumerkja.
– Áhrif misnotkunar á vörumerkjum á fyrirtæki og stofnanir.
– Afleiðingar mismunandi vörumerkjamisnotkunar á arðsemi.
– Hvernig markaðsherferð á Internetinu getur orðið til þess að fjárhagsáætlun fer úr skorðum.
Við erum sannfærð um að málstofa þessi eigi brýnt erindi við þá starfsmenn fyrirtækja sem vinna með vörumerki þess eða önnur auðkenni og markaðssetningu þeirra á Inetnetinu.
Aftur í fréttasafn