Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Nýtt mat Legal 500 staðfestir sterka stöðu LEX

1. apríl, 2025

Nýbirt mat Legal 500, eins virtasta matsaðila á lögmannsstofum á heimsvísu, undirstrikar enn á ný sterka stöðu LEX. Stofan hlaut efstu flokkun í 6 af þeim flokkum sem metnir voru og fékk að auki góðar umsagnir í öðrum flokkum. Alls er 14 eigendur og 3 fulltrúar taldir vera á meðal þeirra hæfustu á sínu sviði sem er á meðal þess mesta sem sést hefur. Í upptalningu hér fyrir neðan má sjá þá lögmenn sem Legal 500 telur á meðal þeirra bestu í sínum flokki.

Bankar, fjármögnun og verðbréfamarkaðir
Viðskipti, fyrirtæki, samrunar og yfirtökur
Málflutningur
  • Kristín Edwald er í „Hall of Fame“.
  • Arnar Þór Stefánsson er metinn sem leiðandi eigandi, Garðar Víðir Gunnarsson sem „Next Generation Partner“ og Fjölnir Ólafsson sem leiðandi fulltrúi.
Sjó- og flutningaréttur
Endurskipulagning fyrirtækja og gjaldþrotaréttur
Fjarskipti, fjölmiðlar, tækni og hugverkaréttindi
Evrópu- og samkeppnisréttur
  • Guðrún Lilja Sigurðardóttir er metin sem „Next Generation Partner“.
Fasteigna- og verktakaréttur
Skattaréttur
  • Garðar Víðir Gunnarsson er metinn sem leiðandi eigandi.

Við erum afar ánægð með þessar niðurstöður, sem staðfesta enn og aftur öfluga stöðu LEX á íslenska lögfræðimarkaðnum.

Aftur í fréttasafn