
Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Nýtt mat Legal 500 staðfestir sterka stöðu LEX
1. apríl, 2025Nýbirt mat Legal 500, eins virtasta matsaðila á lögmannsstofum á heimsvísu, undirstrikar enn á ný sterka stöðu LEX. Stofan hlaut efstu flokkun í 6 af þeim flokkum sem metnir voru og fékk að auki góðar umsagnir í öðrum flokkum. Alls er 14 eigendur og 3 fulltrúar taldir vera á meðal þeirra hæfustu á sínu sviði sem er á meðal þess mesta sem sést hefur. Í upptalningu hér fyrir neðan má sjá þá lögmenn sem Legal 500 telur á meðal þeirra bestu í sínum flokki.
Bankar, fjármögnun og verðbréfamarkaðir
- Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Ólafur Haraldsson eru í „Hall of Fame“, æðstu viðurkenningu Legal 500.
- Stefán Orri Ólafsson og Fanney Frímannsdóttir fá einnig frábæra umsögn sem „Next Generation Partners“.
Viðskipti, fyrirtæki, samrunar og yfirtökur
- Garðar Víðir Gunnarsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Stefán Orri Ólafsson eru nefndir sem leiðandi eigendur.
- Árni Freyr Sigurðsson er nefndur sem leiðandi fulltrúi og Kristinn Ingi Jónsson metinn sem Recommended Lawyer.
Málflutningur
- Kristín Edwald er í „Hall of Fame“.
- Arnar Þór Stefánsson er metinn sem leiðandi eigandi, Garðar Víðir Gunnarsson sem „Next Generation Partner“ og Fjölnir Ólafsson sem leiðandi fulltrúi.
Sjó- og flutningaréttur
- Lilja Jónasdóttir er í „Hall of Fame“ og Guðrún Lilja Sigurðardóttir er „Next Generation Partner“.
Endurskipulagning fyrirtækja og gjaldþrotaréttur
- Guðmundur Ingvi Sigurðsson er í „Hall of Fame“.
- Þórhallur Bergmann er metinn sem leiðandi eigandi, Birgir Már Björnsson sem „Next Generation Partner“ og Kara Borg Fannarsdóttir sem leiðandi fulltrúi.
Fjarskipti, fjölmiðlar, tækni og hugverkaréttindi
- Erla S. Árnadóttir er í „Hall of Fame“.
- Lára Herborg Ólafsdóttir og María Kristjánsdóttir eru „Next Generation Partner“.
Evrópu- og samkeppnisréttur
- Guðrún Lilja Sigurðardóttir er metin sem „Next Generation Partner“.
Fasteigna- og verktakaréttur
- Arnar Þór Stefánsson og Guðjón Ármannsson eru metnir sem leiðandi eigendur.
Skattaréttur
- Garðar Víðir Gunnarsson er metinn sem leiðandi eigandi.
Við erum afar ánægð með þessar niðurstöður, sem staðfesta enn og aftur öfluga stöðu LEX á íslenska lögfræðimarkaðnum.
Aftur í fréttasafn