Birgir Már Björnsson

Lögmaður - Eigandi

birgir@lex.is

Birgir hefur starfað hjá LEX frá árinu 2011. Hann hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á gjaldþrota- og skiptarétt, félagarétt, eignarrétt, hjúskaparrétt, erfðarétt og höfundarétt auk margvíslegrar ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga. Birgir er reyndur málflytjandi með mikla reynslu af rekstri dómsmála.

Birgir Már Björnsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Birgir lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2009. Frá þeim tíma starfaði hann sem lögmaður hjá Acta lögmannsstofu og síðar Megin lögmannsstofu fram til ársins 2011 er hann hóf störf á LEX þar sem hann hefur starfað óslitið síðan. Birgir hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á gjaldþrota- og skiptarétt, félagarétt, eignarrétt, hjúskaparrétt, erfðarétt og höfundarétt auk margvíslegrar ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga. Birgir er reyndur málflytjandi með mikla reynslu af rekstri dómsmála. Meðal þeirra mála sem sem Birgir hefur flutt fyrir Landsrétti og Hæstarétti eru fordæmisgefandi mál á sviði félagaréttar og skattaréttar þar sem fallið hafa stefnumarkandi dómar. Þá hefur hann sinnt kennslustörfum við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Málflutningsréttindi

  • Hæstiréttur
  • Landsréttur
  • Héraðsdómstólar

Starfsferill

  • LEX lögmannsstofa síðan 2011
  • Megin lögmannsstofa 2010-2011
  • Acta lögmannsstofa 2009-2010

Menntun

  • Hæstaréttarlögmaður 2018
  • Héraðsdómslögmaður 2009
  • Háskóli Íslands, mag. jur. 2009
  • Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 2003

Erlend tungumál

  • Enska
  • Sænska
  • Danska

Kennsla

  • Skuldaskilaréttur við Háskólann í Reykjavík frá 2018
  • Stundarkennsla í eignarrétti við Háskólann í Reykjavík frá 2020
  • Stundarkennsla í eignarrétti við lagadeild Háskóla Íslands 2011-2013
  • Umsjón með meistararitgerðum við Háskólann í Reykjavík

Félags- og trúnaðarstörf

  • Norræna málflutningskeppnin í Osló 2008
  • Stjórn Orators félags laganema 2005-2006
  • Stjórn Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Garðabæ 2001-2003