LEX Lögmannsstofa

Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX ráðleggur JBT við sameiningu við Marel

3. janúar, 2025

LEX hefur veitt John Bean Technologies Corporation („JBT“) lögfræðilega ráðgjöf við sameiningu JBT og Marel hf. („Marel“) og skráningu sameinaðs félags JBT og Marel á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Eins og tilkynnt var um þann 20. desember síðastliðinn var valfrjálst tilboð JBT samþykkt af hluthöfum sem fara með um 97,5% af útgefnu og útistandandi hlutafé í Marel. Í kjölfar sameiningarinnar – sem á sér stað með valfrjálsu tilboði og í kjölfarið innlausn á eftirstandandi hlutum í Marel – munu fyrrverandi hluthafar Marel eiga um 38% af útistandandi hlutafé í sameinuðu félagi.

Um er að ræða stærstu viðskipti á Íslandi frá árinu 2007 og er skráning hlutabréfa sameinaðs félags á Nasdaq á Íslandi stærsta hlutabréfaskráning hér á landi í sögunni.

Sameinað félag, JBT Marel Corporation, er tvískráð í kauphöllinni í New York og á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi en fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf sameinaðs félags í umræddum kauphöllum er þann 3. janúar 2025.

Með sameiningunni verður til leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði tæknilausna í matvæla- og drykkjarvörugeiranum með samanlagt markaðsvirði upp á meira en sex milljarða evra.

LEX hefur gegnt hlutverki lögfræðilegs ráðgjafa JBT í viðskiptunum ásamt bandarísku lögmannsstofunni Kirkland & Ellis.

Teymi LEX er leitt af eigendunum Guðmundi Ingva Sigurðssyni og Stefáni Orra Ólafssyni og fulltrúanum Kristni Inga Jónssyni.

Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu JBT Marel Corporation.

Aftur í fréttasafn