Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Tímamótasamningur Orkubús Vestfjarða og Ískalk
3. janúar, 2025Orkubú Vestfjarða og Íslenska Kalkþörungafélagið ehf. (Ískalk) skrifuðu á dögunum undir tímamótasamning um lagningu nýs 20 km jarðstrengs frá Ísafirði til Súðavíkur. Jarðstrengurinn mun leysa af hólmi núverandi loftlínu, Súðavíkurlínu, og kemur til með að stórauka afhendingargetu á raforku til Súðavíkur. Framkvæmdinni er m.a. ætlað að tryggja afhendingu á raforku til uppbyggingar nýrrar kalkþörungaverksmiðju Ískalks við Langeyri í Súðavík og mun vafalaust eiga sinn þátt í að efla atvinnulíf á svæðinu.
Arnar Þór Stefánsson og Hjalti Geir Erlendsson lögmenn á LEX veittu Orkubúi Vestfjarða ráðgjöf vegna samningsgerðarinnar en þeir eru í hópi reynslumikilla sérfræðinga stofunnar sem sinna fjölbreyttum verkefnum á sviðum orku- og auðlindanýtingar.
Nánar má lesa um framkvæmdina á vefsíðu Orkubús Vestfjarða
Aftur í fréttasafn