Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
LEX hefur um langt skeið unnið með helstu verkfræðistofum landsins og opinberum aðilum að stórverkum sem tengjast verktaka- og útboðsrétti.
Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
LEX hefur um langt skeið unnið með helstu verkfræðistofum landsins og opinberum aðilum að stórverkum sem tengjast verktaka- og útboðsrétti. Ráðgjöfin getur komið til á hvaða stigi máls sem er, t.d. við undirbúning að gerð útboðsgagna, við gerð verksamninga og við úrlausn ágreiningsmála, hvort sem er með samningaviðræðum eða fyrir dómi.
LEX hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf vegna ágreiningsmála sem upp kunna að koma bæði í tengslum við framkvæmd verksamninga eða við framkvæmd opinberra útboða, bæði fyrir dómstólum og kærunefnd útboðsmála. Lögmenn stofunnar hafa rekið mál fyrir fyrirtæki sem telja að brotið hafi verið á rétti sínum í tengslum við opinber innkaup og við framkvæmd verksamninga. Þá hafa þeir tekið til varna fyrir opinbera aðila í sambærilegum málum.
Sérfræðingar LEX á sviði gerðardóma vinna náið með sérfræðingum félagsins á sviði verktaka- og útboðsréttar í því skyni að tryggja hagfellda úrlausn þeirra ágreiningsmála sem upp kunna að koma.
Helstu verkefni
- Rekstur ágreiningsmála fyrir kærunefnd útboðsmála og dómstólum vegna mögulegra brota á reglum um opinber innkaup
- Ráðgjöf við gerð útboðsgagna
- Aðstoð við gerð verksamninga
- Álitsgerðir fyrir fyrirtæki um réttarstöðu þeirra gagnvart opinberum aðilum eða samningsaðilum í tilviki verksamninga
Dæmi um viðskiptavini
- Nýr Landspítali ohf.
- Íbúðalánasjóður
- Íslandsstofa
- EFLA hf.
- Ýmis sveitarfélög
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Arnar Þór Stefánsson
Lögmaður - Eigandi
-
Garðar Víðir Gunnarsson
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Lára Herborg Ólafsdóttir
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Óskar Sigurðsson
Lögmaður - Eigandi
-
Þórhallur Bergmann
Lögmaður - Eigandi
Fréttir
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)