Skattamál
LEX hefur um árabil veitt viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf á sviði skattaréttar. Skattar og opinber gjöld snerta allan rekstur og alla einstaklinga samfélagsins og geta mál sem varða skattarétt því verið af ýmsum stærðum og gerðum. LEX veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði skattaréttar til stórra og smárra fyrirtækja, auk einstaklinga.
Skattamál
LEX hefur um árabil veitt viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf á sviði skattaréttar.
Skattar og opinber gjöld snerta allan rekstur og alla einstaklinga samfélagsins og geta mál sem varða skattarétt því verið af ýmsum stærðum og gerðum. LEX veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði skattaréttar til stórra og smárra fyrirtækja, auk einstaklinga.
Skattaréttur er víðtækt réttarsvið sem snertir flest önnur réttarsvið á einn eða annan hátt. Þannig tvinnast skattaleg álitaefni gjarnan saman við önnur lögfræðileg verkefni. Það er mjög algengt að álitamál og spurningar tengdar skattarétti komi upp í ólíkum málum og hafa aðrir lögmenn LEX þá greiðan aðgang að sérfræðingum á sviði skattaréttar sem veita ráðgjöf um slík atriði.
Meðal verkefna sem sérfræðingar LEX á sviði skattaréttar hafa komið að eru:
- Ráðgjöf til viðskiptavina í tengslum við önnur verkefni sem til meðferðar eru á LEX, svo sem í tengslum við fjármögnun fyrirtækja og verkefna, samruna og yfirtökur, fjárhagslega endurskipulagningu, skiptingu og slit félaga og breytingu á félagaformi, uppbyggingu félagasamstæðna og breytinga á rekstri.
- Ráðgjöf til erlendra aðila í tengslum við verkefni hér á landi, t.d. varðandi skattskyldu hér á landi, virðisaukaskatt, staðgreiðsluskyldu skatta, afdráttarskatta, tvísköttunarsamninga o.fl.
- Hagsmunagæsla fyrir einstaklinga og fyrirtækja gagnvart íslenskum skattyfirvöldum.
Rekstur dómsmála gegn íslenska ríkinu í skattamálum. - Verjendastörf í málum sem sæta rannsókn skattrannsóknarstjóra eða opinberri rannsókn.
- Almenn ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja og álitsgerðir um málefni á sviði skattaréttar.
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Garðar Víðir Gunnarsson
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Guðrún Lilja Sigurðardóttir
Lögmaður - Eigandi
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)