Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Veistu hvaðan það kemur?
13. febrúar, 2023Veistu hvaðan það kemur? – er spurning sem fyrirtæki eru farin að þurfa að svara í auknum mæli frá hagaðilum um vöruna sína. Eva Margrét Ævarsdóttir og Hjalti Geir Erlendsson, lögmenn á LEX fóru yfir þróun í lagasetningu sem nú á sér stað, í grein í Viðskiptablaðinu sem birtist nýverið. Þessi þróun hófst, eins og margt annað í sjálfbærni á viðmiðunar – og leiðbeiningarreglum á vegum Sameinuðu þjóðanna og OECD. Mat löggjafans í fleiri og fleiri löndum er hins vegar að slíkt dugi ekki til og þörf sé á samþykkt laga til að vernda mannréttindi í aðfangakeðju og virðiskeðju fyrirtækja. Evrópusambandið vinnur nú að samþykkt tilskipunar um þetta efni sem reikna má með að verði innleidd hér á landi innan nokkurra missera
Aftur í fréttasafn