Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Lagaumhverfi sjálfbærni í mótun
21. júní, 2022Eva Margrét Ævarsdóttir lögmaður, sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni á LEX fjallar í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins um nokkra þætti sjálfbærni, m.a. um umgjörðina um sjálfbærnivinnu og samræmingu staðla á því sviði, græna sáttmála ESB og fyrirhugaðar lagabreytingar í tengslum við hann sem munu verða innleiddar hér á landi, hættuna á grænþvotti og aukna áherslu eftirlitsaðila með þeirri hættu og áhrif þessara breytinga á starfsumhverfi lögfræðinga í nánustu framtíð.
Aftur í fréttasafn