UT Messan

Starfar þú á sviði upplýsingatækni?
Við viljum endilega kynnast þér.

Hafa Samband

Fróðleikur

Lögmenn LEX eiga í nánu samstarfi við viðskiptavini, hafa frumkvæði í lausnum og ráðgjöf, faglegri nálgun verkefna og stöðugri umbótahugsun.

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á öllum sviðum og eru lögmenn LEX á meðal fremstu sérfræðinga landsins á sviði persónuverndar, hugverka-, fjarskipta- og upplýsingatækniréttar og veita alhliða þjónustu á þessum réttarsviðum.

Þá býður LEX einnig upp á sérhæfða þjónustu til fyrirtækja sem fást við þróun hugbúnaðar og gervigreindar, gerð gagnagrunna eða notast við tæknilausnir í störfum sínum og veita auk þess þjónustu á sviði rafrænna viðskipta og fjártækni

Fyrstu íslensku hreyfimerkin

24. maí, 2022

Í Hugverkatíðindum fyrir aprílmánuð 2021 birtust fyrstu íslensku hreyfimerkin sem samþykkt hafa verið til skráningar hjá Hugverkastofunni. Hreyfimerki eru dæmi um svokölluð óhefðbundin vörumerki, en með breytingu á vörumerkjalögum sem tóku gildi þann 1. September 2020 var opnað fyrir skráningu á slíkum vörumerkjum. Líkt og nafnið bendir til fela hreyfimerki í sér hreyfingu eða breytingu á staðsetningu tiltekinna tákna í merki.

Tvö landsbundin hreyfimerki eru birt í nýjustu Hugverkatíðindum og í báðum tilvikum sá GH Sigurgeirsson ehf., dótturfélag LEX á sviði hugverkaréttar, um skráningu merkjanna. Annað merkjanna er jafnframt í eigu íslensks aðila og þar af leiðandi eitt fyrsta, ef ekki hið fyrsta, óhefðbundna landsbundna vörumerkið í eigu íslensks aðila sem birt hefur verið hér á landi. Um er að ræða hreyfimerki fyrir eitt vinsælasta hlaðvarp landsins, DR. FOOTBALL.

Til baka í yfirlit