Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
UTmessan 2022
24. maí, 2022UTmessan 2022 verður haldin á Grand hótel miðvikudaginn 25. maí næstkomandi. Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður og eigandi á LEX mun kl. 13.30 þann dag flytja fyrirlesturinn „Hvernig temjum við dreka? Fyrirhugað regluverk Evrópusambandsins um gervigreind“
Flestir kannast við vélmennið HAL 9000 úr mynd Stanley Kubrick, 2001: A Space Odyssey, sem eftirminnilega neitaði að framfylgja mannlegri skipun með orðunum: „I´m sorry Dave – I´m afraid I can´t do that“. Síðan myndin kom út árið 1968 hefur talsvert vatn runnið til sjávar og mikið verið rætt um tækifærin sem fylgja aukinni notkun gervigreindar en jafnframt áhætturnar, m.a. vegna hættu á hlutdrægni og mismunun vegna gagnanna sem stuðst er við.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í vor drög að nýrri reglugerð um notkun á gervigreind innan Evrópusambandsins. Markmið regluverksins er m.a. að hafa áhrif á þær aðferðir sem notast er við þegar fyrirtæki þróa, markaðssetja og nota stafræna tækni í hinum ýmsu formum. Farið verður yfir fyrirhugaðar reglur og hvaða áhrif þær koma til með að hafa á fyrirtæki sem þróa gervigreindarlausnir.
LEX tekur jafnframt þátt á sýningarsvæði UTmessunnar, þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugaverka- og tæknirétti munu taka vel á móti gestum.
Aftur í fréttasafn