Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Sjálfbær rekstur
25. mars, 2022Sérblaðið Sjálfbær rekstur fylgdi með Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu er rætt við Evu Margréti Ævarsdóttur lögmann, sem leiðir þjónustu LEX á sviði sjálfbærni og UFS-ráðgjafar. Hún talar um áhrifin af innrás Rússa í Úkraínu og hvernig margar af afleiðingum átakanna í Úkraínu geti flokkast sem sjálfbærniáhætta sem muni líklega hafa áhrif á sjálfbærnivinnu fyrirtækja og fjárfesta. Hún bendir á að mikilvægt sé að þekkja og greina sjálfbærniáhættu, þar með talið í birgðakeðjum. Eva segir starfsfólk LEX hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir sjálfbærniráðgjöf en LEX hafi byggt upp reynslu og þekkingu í innleiðingu sjálfbærnimarkmiða eftir viðurkenndum aðferðum sem notuð er í ráðgjöf til viðskiptavina.
Aftur í fréttasafn