Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX veitir Partners Group lagalega ráðgjöf við kaup á atNorth
29. desember, 2021LEX veitti Partners Group, alþjóðlegu eignastýringafyrirtæki, lagalega ráðgjöf við kaup á atNorth.
atNorth er stærsti rekstraraðili sjálfbærra gagnavera á Íslandi og leiðandi í rekstri gagnavera. atNorth býður viðskiptavinum sínum upp á hýsingarþjónustu sem byggir á endurnýjanlegum orkugjöfum, skilvirkri orkunotkun og hagkvæmni. atNorth er með um 100 viðskiptavini víðs vegar að úr heiminum, allt frá litlum fyrirtækjum til alþjóðlegra stórfyrirtækja.
Fanney Frímannsdóttir og Ólafur Haraldsson lögmenn á LEX veittu ráðgjöf við kaupin.
Aftur í fréttasafn