Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Óskar Sigurðsson gengur til liðs við LEX
8. desember, 2016Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands hefur gengið til liðs við LEX lögmannsstofu. Óskar hefur á undanförnum árum rekið JP lögmenn í samstarfi við aðra en eignaðist JP lögmenn að fullu fyrr á þessu ári. Nú hafa náðst samningar um samruna JP lögmanna og LEX.
Helstu sérsvið Óskars eru eignaréttur, verktakaréttur, bygginga- og skipulagsmál og mál er varða kaup og sölu fasteigna, en hann hefur um árabil verið þekktur málflutningsmaður.
Óskar er fæddur árið 1972 og lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi ári síðar og fyrir Hæstarétti árið 2005.
Óskar hefur kennt eigna- og kröfurétt við Háskóla Íslands frá árinu 1998.
Aftur í fréttasafn