Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX talinn vera leiðandi aðili á sviði hugverkaréttar á Íslandi

18. janúar, 2016

The World Trademark Review 1000 (WTR 1000) hefur gefið út mat sitt vegna ársins 2016.  LEX er mjög stolt af því að samkvæmt þessari útgáfu eru tveir af eigendum LEX, þær Erla S. Árnadóttir og Hulda Árnadóttir, taldar vera meðal leiðandi sérfræðinga á þessu sviði.

Samkvæmt þessari útgáfu WTR 1000 er LEX lögmannstofa talin í hæsta gæðaflokki á Íslandi. LEX er önnur þeirra tveggja lögmannsstofa hér á landi sem veita fulla þjónustu á sviði hugverkaréttar og sem WTR 1000 mælir með.

Í fréttatilkynningu WTR 100 segir m.a.:
Útgáfa WTR 1000 2016 hefur leitt í ljós hverjir geti talist leiðandi sérfræðingar á sviði hugverkaréttar í heiminum. Ekki aðeins sýnir útgáfan dýpt þeirrar þekkingar sem eigendum hugverka stendur til boða í heiminum heldur er hún einnig einnig mikilvægt tæki fyrir þá við að finna og velja samstarfsaðila hvar sem er í heiminum.

Í kjölfar þeirrar velgengni sem WTR 1000 2015 naut, er þessi útgáfa fyrir árið 2016, sem er viðameiri en fyrri útgáfur, ætlað að festa enn frekar í sessi þessa megin heimild um hæfustu sérfræðinga á sviði hugverkaréttinda í heiminum. Í þessari útgáfu, sem tekur til yfir 80 ríkja auk sérstakra kafla um einstök fylki í Bandaríkjunum, eru greindir markaðir fyrir einstök ríki auk þess sem hún hefur að geyma umfjöllun um þær stofur og þá einstaklinga sem þykja leiðandi á sínu sviði.

Til þess að vera tekinn til umfjöllunar hjá WTR 1000 þurfa aðilar að fá góð ummæli frá aðilum á hugverkaréttindamarkaðnum. Rannsóknir stóðu yfir í meira en fjóra mánuði og áttu sér stað nálægt 1.500 viðtöl og símafundir við sérfræðinga í vörumerkjarétti víðsvegar um heiminn.

Aftur í fréttasafn