Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Hvað telst græn starfsemi og hvernig á að fjármagna hana?
14. september, 2021Eva Margrét Ævarsdóttir, sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni (ESG – e. environment, social, governance) á LEX, skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hún fjallar um hvernig áherslur í fjármögnun gætu breyst hratt á allra næstu misserum. Áhrif loftslagsbreytinga í heiminum séu orðin áþreifanleg og að það hafi náð athygli fjárfesta og fjármagnseigenda í heiminum sem verulegur áhættuþáttur. Afleiðingin sé að gríðarleg aukning hafi orðið í fjárfestingum sem taki mið af áhrifum á umhverfi og samfélag, svokölluðum ESG fjárfestingum. Þá fjallar hún um nýjan aðgerðapakka ESB á sviði sjálfbærra fjármála og hvernig hann muni hafa áhrif hér á landi en mikil vinna er nú lögð í að skilgreina hvaða starfsemi flokkist sem umhverfisvæn á vettvangi ESB og skapa skýran ramma utan um fjárfestingu í slíkri starfsemi.
Aftur í fréttasafn