Eva Margrét Ævarsdóttir
Lögmaður - Eigandi
Eva Margrét Ævarsdóttir hefur langa reynslu af margvíslegri ráðgjöf til fyrirtækja og hefur unnið í fjölda fjármögnunarverkefna. Hún sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði sjálfbærni (e. ESG Environment, Social, Governance) og ábyrgum fjárfestingum
Starfssvið
Eva Margrét Ævarsdóttir
Fréttir
Eva Margrét Ævarsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólunum. Hún starfaði hjá LEX 2006-2013 og sneri aftur til LEX árið 2021. Hún hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona og er með LL.M gráðu í Evrópurétti frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu auk embættisprófs frá Háskóla Íslands.
Eva Margrét hefur langa reynslu af margvíslegri ráðgjöf til fyrirtækja og hefur unnið í fjölda fjármögnunarverkefna. Hún hefur jafnframt markvisst byggt upp þekkingu og reynslu í ráðgjöf á sviði sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Hún var einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins RoadMap sem var með þeim fyrstu hér á landi sem veitti ráðgjöf á sviði sjálfbærni.
Eva Margrét sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði sjálfbærni (e. ESG – Environment, Social, Governance). Meðal verkefna eru ráðgjöf á sviði sjálfbærni og ábyrgra fjárfestinga, m.a. stefnumótun og val á mælikvörðum, innleiðing ófjárhagslegrar upplýsingagjafar, áreiðanleikakannanir og hagaðilagreiningar. Hún hefur unnið við margvíslega fjármögnun, m.a. græna skuldabréfaútgáfu. Hún hefur jafnframt flutt fjölda fyrirlestra og fræðsluerinda um sjálfbærni og ófjárhagslega upplýsingagjöf.
Málflutningsréttindi
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa 2006 – 2013 og frá 2021
- Arion banki 2016 – 2020
- RoadMap, nýsköpunarfyrirtæki í ráðgjöf á sviði sjálfbærni og góðum stjórnaháttum, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri, 2014 – 2016
- Samtök atvinnulífsins forstöðumaður Brussel skrifstofu 2005-2006
- Alþingi, nefndasvið 2002-2004 og 1999-2000
- Lögborg lögfræðistofa 2000-2002
Menntun
- IESE Business School, stjórnendanám PMD diploma 2021
- Stundaði nám í Stjórnun og stefnumótun við Viðskiptadeild HÍ 2020-2021
- Héraðsdómslögmaður 2000
- LL.M. í Evrópurétti frá Katholieke Universiteit Leuven, 2005
- Háskóli Íslands lagadeild, Cand.jur. 1998
Erlend tungumál
- Enska
Félags- og trúnaðarstörf
- Stjórn Gray Line Iceland 2015-2016
- Stjórn Verðbréfamiðstöðvar Íslands 2015-2016
- Laganefnd Lögmannafélags Íslands 2008-2012
- Útgáfuráð Bókaútgáfunnar Codex 1998-2004
- Alþjóðaritari í stjórn Orators 1995-1996