Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Legal 500 gefur LEX hæstu einkunn
8. apríl, 2015Legal 500 hefur í dag gefið LEX lögmannstofu hæstu einkunn í árlegu mati sínu. LEX nýtur því áfram hæstu einkunnar hjá öllum helstu fyrirtækjum sem leggja mat á gæði lögmannstofa. Í mati Legal 500 kemur m.a. fram:
,,LEX er ein af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi, sem þjónustar viðskiptavini sína með yfirgripsmikilli þjónustu, á breiðu sviði fjármála-, félaga- og viðskiptalögfræði auk annarra þátta í íslenskri lögfræði.
Það er stefna LEX að mæta lögræðilegum þörfum viðskiptavina sinna með hliðsjón af þeim öru breytingum sem eiga sér stað á bæði innlendum og erlendum vettvangi. Á síðustu áratugum hefur LEX gætt hagsmuna fjölda viðurkenndra erlendra fyrirtækja og samtaka auk innlendra stórfyrirtækja.
Á meðal viðskiptavina LEX eru stórir alþjóðlegir og innlendir bankar og fjármálastofnanir, kaupmenn og skipafélög, auk fjölda stærri sveitarfélaga, opinberra stofnana, tryggingafélaga, iðnaðarframleiðenda, fjölmiðla, veitustofnana og einstaklinga.“
Aftur í fréttasafn