Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup

20. mars, 2015

Morgunverðarfundur LEX um útboðsmál og opinber innkaup fór fram í dag.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

Útboðsskylda  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl. fjallaði um meginreglur og sérstök álitaefni.

Hæfi bjóðenda í opinberum innkaupum  Arnar Þór Stefánsson hrl. gerði grein fyrir tilskipun 2014/24/ESB og þeim breytingum sem af henni leiða.

Reglur um val á tilboðum  Ásgerður Ragnarsdóttir hdl.vék að heimild til leiðréttingar á tilboðum og reynslu sem valforsendu með hliðsjón af nýlegri dómaframkvæmd.

Réttur bjóðenda til skaðabóta  Arnar Þór Stefánsson hrl. fjallaði um rétt til skaðabóta vegna opinberra innkaupa í ljósi nýlegrar íslenskrar dómaframkvæmdar.

Fundinn sóttu fulltrúar helstu sveitarfélaga á suðvesturhorninu, auk fulltrúa ýmissa opinberra aðila og fleiri góðra gesta.

Aftur í fréttasafn