Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Gervigreind og lögfræði
26. maí, 2021LEX lögmannsstofa tekur þátt í nýsköpunarvikunni 2021. Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu, og Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX lögmannstofu, munu mánudaginn 31. maí næstkomandi kl. 14.00 – 15:30 halda kynningu um tengsl lögfræði og gervigreindar. Í kynningunni munu þær fara yfir áhrif gervigreindar á lögfræðistéttina, mögulega notkun gervigreindar við lögmannsstörf, íslenskar og evrópskar stefnumótanaáætlanir á sviði gervigreindar, evrópskar fjárfestingar í gervigreind og ný reglugerðardrög frá framkvæmdarstjórn ESB um gervigreind.
Kynningin verður haldin í Grósku, samfélagi sköpunar, Bjargargötu 1, 102 Reykjavik og getur fólk bæði horft á kynninguna þar og í gegnum streymi.