Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX hlýtur Gull einkunn hjá World Trademark Review
29. janúar, 2015LEX lögmannstofa hlaut gull einkunn í fimmtu útgáfu World Trademark Review 1000 (WTR). Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
„LEX er sannarlega ein af bestu lögmannstofum á Íslandi. Stofan lítur með ábyrgum hætti eftir þörfum viðskiptavina og veitir persónulega þjónustu sem miðar að því að fyrirbyggja vandamál“ „Ég gef LEX mín bestu meðmæli; Orðspor þeirra er framúrskarandi, stutt er af veglegri afrekaskrá og þau ná raunverulegum árangri fyrir viðskiptavini sína. Mesti styrkur þeirra liggur í breidd hópsins og djúpri þekkingu“, segir annar ánægður viðskiptavinur. Teymisstjórinn Erla Árnadóttir hrl., „veit allt um málaferli og er með mikla reynslu í Hæstarétti. Hún hefur þann sjaldgæfa hæfileika að vera opin fyrir öllum sjónarhornum máls, gefur uppbyggilega endurgjöf vegna lítt skilgreindra hugmynda án þess að takmarka umræðuna með ótímabærum skoðunum. Án nokkurs vafa hefur þessi hæfileiki hjálpað til við að leysa flóknar aðstæður á frumstigi, sem gefur viðskiptavini mikil verðmæti á skömmum tíma“. Huldu Árnadóttir hdl.,, er hrósað fyrir „framúrskarandi árangur innan sem utan dómstóla. Hún hefur sterkan grunn, er vandvirk og gefur bæði málum og viðskiptavinum þann tíma sem þau þurfa. Hulda þykir einnig mjög snjöll í framsetningu sinni og hefur djúpa þekkingu á vörumerkjarétti.“
Aftur í fréttasafn