Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
IFLR 1000 metur LEX sem lögmannsstofu í hæsta gæðaflokki
2. október, 2014IFLR 1000 hefur í dag metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki. Með þessu mati hafa öll stærstu matsfyrirtækin metið LEX sem lögmannstofu í hæsta gæðaflokki.
Í mati IFLR 1000 kemur m.a. fram að viðbrögð frá viðskiptavinum séu á þá leið að LEX sé tvímælalaust á pari við það sem best er gert á Ísland og því sé LEX metið í hæsta gæðaflokki. Einn viðskiptavinur tekur fram; „Þjónustan sem LEX veitti nýttist mjög vel. Teymið frá LEX hafði bæði mikla þekkingu og reynslu á viðfangsefninu sem við var að eiga.“ „Ég var mjög ánægður“, segir annar viðskiptavinur. „Á sama tíma og þjónustan var mjög fagmannleg var hún innt af hendi á mjög skömmum tíma og bar vott um mikla þekkingu.“
Aftur í fréttasafn