Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX veðgæsluaðili í skuldabréfaútboði
17. október, 2012Þann 11. október sl. lauk skuldabréfaútboði hjá Eik fasteignafélagi. Útgáfan, sem var um 11,6 ma.kr., er sú stærsta á Íslandi frá árinu 2008 og veitti LEX ráðgjöf við útboðið. LEX hefur jafnframt tekið að sér hlutverk veðgæsluaðila (e. Security Agent) í útgáfunni. Um er að ræða nýja þjónustu hjá LEX og er ekki vitað til þess að aðilar utan bankakerfisins á Íslandi hafi tekið þetta að sér áður. Hlutverk veðgæsluaðila felst í því að gæta að hagsmunum skuldabréfaeigenda og hafa eftirlit með því fasteignasafni sem sett var til tryggingar skuldabréfaútgáfunni. LEX mun þannig hafa eftirlit með eignatilfærslum, bankareikningum og sjá til þess að önnur skilyrði skuldabréfaflokksins séu uppfyllt. Þá mun LEX halda fundi skuldabréfaeigenda eftir þörfum t.d. vegna skilmálabreytinga og sjá um innheimtu skuldabréfanna komi til vanefnda.
Aftur í fréttasafn