Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Ný heimasíða LEX

15. ágúst, 2012

Eins og sjá má hefur ný heimasíða LEX farið í loftið.  Tilgangur heimasíðunnar er fyrst og fremst sá að gera kaupendum að lögfræðiþjónustu betur kleift að kynna sér starfsemi lögmannstofunnar.  Við kaup á lögfræðiþjónustu er að mörgu að hyggja enda hafa kröfur sem gerðar eru til lögmanna í dag breyst um margt og liðnir eru þeir tímar þegar að einn slyngur lögmaður gat sinnt öllum þörfum viðskiptavina sinna.
Nú á dögum er sérhæfing innan lögfræðinnar, eins og reyndar á við um flesta sérfræðiþjónustu í þjóðfélaginu í dag, orðin meiri og til þess að geta veitt fyrirtækjum og einstaklingum afburða þjónustu er krafist sérhæfingar á öllum sviðum lögfræðinnar.  Í takt við þær kröfur er LEX afsprengi samruna þriggja lögmannstofa þar sem saman koma þrautreyndir sérfræðingar á nánast öllum sviðum lögfræðinnar.  Á nýrri heimasíðu kynnum við þau fjölmörgu starfssvið sem til staðar eru á LEX auk þess sem við kynnum þá eigendur lögmannstofunnar er veita sérfræði þjónustu á viðkomandi sviðum.  Með þessum hætti er viðskiptavinum gert auðveldara með að velja sér lögmann.
Það er von okkar sem störfum á LEX að með nýrri heimasíðu þjónustum við okkar viðskiptavini enn betur en áður og að hún geri þeim sem þurfa á þjónustu lögmanna að halda lífið auðveldara.

Aftur í fréttasafn