Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX veitir fjárfestahópi ráðgjöf við kaup Norðanfisks af Brim
2. júní, 2020Þann 29. maí sl. var skrifað undir kaupsamning þar sem útgerðarfélagið Brim hf. seldi hópi fjárfesta á Akranesi allt hlutafé í Norðanfiski ehf. Norðanfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á sjávarfangi til veitingahúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkninga í verslunum um allt land.
Framkvæmdastjóri Norðanfisks verður áfram Sigurjón Gísli Jónsson og formaður stjórnar verður Inga Ósk Jónsdóttir.
Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri LEX var ráðgjafi í söluferlinu ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra á Akranesi og KPMG. Íslensk verðbréf voru til ráðgjafar og stýrðu söluferlinu fyrir hönd Brims.
Aftur í fréttasafn