Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Um úthlutun mála til dómara
27. maí, 2020Arnar Þór Stefánsson, eigandi á LEX, skrifaði grein í viðskiptablað Morgunblaðsins í dag þar sem hann gerir úthlutun mála til dómara að umfjöllunarefni. Hafa verði ákveðinn skilning á því að sjónarmið um skilvirkni í dómsýslu geri það að verkum að rétt geti verið að tiltekinn dómari eða dómarar dæmi mál á ákveðnum réttarsviðum, t.d. vegna sérþekkingar eða reynslu á slíkum sviðum. Skilvirknisjónarmið verði þó almennt að víkja fyrir sjónarmiðum um ásýnd réttarins þegar þeim lýstur saman.
Aftur í fréttasafn