Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Legal500 – LEX metið í hæsta gæðaflokki
16. apríl, 2020Matsfyrirtækið Legal 500 greinir árlega lögmannsstofur á heimsvísu með ítarlegri rannsóknarvinnu til þess að hafa ávallt áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála á sviði lögfræði og lögmennsku í heiminum.
Í ár var LEX metið í hæsta gæðaflokki (Tier 1) í öllum þeim níu flokkum sem metnir eru, eina íslenska lögmannsstofan sem náði hæsta mati í öllum flokkum;
- Banking, Finance and Capitals Markets
- Commercial, Corporate and M&A
- Dispute Resolution
- EEA and Competition
- Employment
- Maritime and Transport
- Real Estate and Construction
- Restructuring and Insolvency
- TMT and IP
LEX er gífurlega stolt af fólkinu sínu fyrir þessar glæsilegu niðurstöður. Heildarmatið, með vitnisburðum og yfirliti yfir lykilviðskiptavini má sjá hér
Aftur í fréttasafn