LEX Lögmannsstofa

Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX á UTmessunni

3. febrúar, 2020

Dagana 7.-8. febrúar næstkomandi verður UT-messan haldin í Hörpu. UT-messan hefur fest sig í sessi sem ein stærsta upplýsingatækniráðstefna á Íslandi.

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 2. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka- og tæknirétti munu taka á móti gestum.

Á föstudeginum kl. 10:05, mun Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á LEX, halda erindi í Silfurbergi A sem ber yfirskriftina Stormurinn í tölvuskýjunum. Þar fer hún yfir storminn sem geisar yfir Atlantshafinu en í Bandaríkjunum eru í gildi lög sem heimila þarlendum stjórnvöldum aðgang að gögnum í ákveðnum tilvikum og eru raunar ósamþýðanleg persónuverndarreglum í Evrópu og hafa valdið ákveðinni pattstöðu fyrir fyrirtæki.

Aftur í fréttasafn