Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Útgáfa nýrra starfs- og rekstrarleyfa fyrir sjókvíaeldi Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði

10. september, 2019

Með úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september síðastliðinn var kröfum um ógildingu rekstrarleyfa Fjarðalax og Arctic Sea Farm vísað frá dómi. Til viðbótar því að vísa málinu frá hafnaði dómarinn einnig efnislega öllum röksemdum stefnenda í málinu.

Af hálfu LEX önnuðust eigendurnir  Guðjón Ármannsson, Kristín Edwald og Víðir Smári Petersen lögfræðilega ráðgjöf fyrir Fjarðalax og Arctic Sea Farm.

Í lok ágúst gáfu Umhverfisstofnun og Matvælastofnun út starfs- og rekstrarleyfi fyrir umrædd fyrirtæki til sjókvíaeldis í Patreks- og Tálknafirði. Er því nú endanlega lokið margra ára baráttu fyrirtækjanna fyrir því að fá fullgild leyfi fyrir starfsemi sinni í þessum fjörðum. Gífurlegir hagsmunir voru undir í þessu máli, ekki einvörðungu fyrir fyrirtækin sjálf heldur einnig samfélagið fyrir vestan og þjóðarbúið. Athuganir benda til þess að áframhaldandi uppbygging á svæðinu muni hafa verulega jákvæð áhrif á hagræna og samfélagslega þætti. Margt bendi til að aukin tiltrú fólks á svæðið og fjölbreyttari atvinnumöguleikar auki og styrki jákvæðu áhrifin en nú þegar hefur starfsemin átt þátt í að snúa við neikvæðri íbúaþróun á svæðinu. Fleiri hundruð bein og óbein störf á svæðinu má rekja til starfsemi eldisfyrirtækjanna þar. LEX aðstoðaði Fjarðalax og Arctic Sea Farm í öllu leyfisveitingaferlinu.

Aftur í fréttasafn