Þórhallur Bergmann
Lögmaður - Eigandi
Þórhallur hóf störf hjá LEX 2006. Þórhallur hefur í störfum sínum á LEX lagt megináherslu á skuldaskilarétt og hefur yfirumsjón með fagsviði LEX á því réttarsviði. Þá hefur Þórhallur sérþekkingu á sviði fasteignakauparéttar og verktakaréttar.
Starfssvið
Þórhallur Bergmann
Fréttir
Þórhallur Bergmann er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Þórhallur hóf störf hjá LEX 2006 og hefur starfað óslitið hjá félaginu síðan. Þórhallur hefur í störfum sínum á LEX lagt megináherslu á skuldaskilarétt og hefur yfirumsjón með fagsviði LEX á því réttarsviði. Þá hefur Þórhallur sérþekkingu á sviði fasteignakauparéttar og verktakaréttar. Þórhallur er stundakennari í skuldaskilarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hefur annast kennslu / prófun í skiptastjórn á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda, auk þess að halda námskeið á vegum LMFÍ á sviði skuldaskilaréttar.
Málflutningsréttindi
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX lögmannsstofa síðan 2006
Menntun
- Héraðsdómslögmaður 2007
- Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 2007
- Skiptinám við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu 2005
- Burtfararpróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2001
- Píanókennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2000
- Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1997
Erlend tungumál
- Enska
- Sænska
Kennsla
- Stundakennari í skuldaskilarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2015
- Kennsla og prófun á námskeiði til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda 2013 og frá 2015
- Námskeið á vegum LMFÍ á sviði skuldaskilaréttar, m.a. um endurheimt verðmæta við gjaldþrotaskipti
Ritstörf
- Þórhallur Bergmann. (2007). Þjóðréttarskyldur ríkja á sviði alþjóðlegs refsiréttar. Glæpir gegn mannkyni – íslensk löggjöf og laganauðsyn. Úlfljótur, 60(4), bls. 779 – 822.
- Faglegur yfirlestur og fræðileg ráðgjöf á sviði refsiréttar við gerð Lögfræðiorðabókar 2008