María Kristjánsdóttir

Lögmaður, LL.M., CIPP/E - Fulltrúi

maria@lex.is

María hóf störf hjá LEX að loknu framhaldsnámi við Fordham háskóla í New York árið 2008. María hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á hugverka- og auðkennarétt, með áherslu á vörumerkjarétt, samkeppnisrétt og persónuvernd

María Kristjánsdóttir er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. María hóf störf hjá LEX að loknu framhaldsnámi við Fordham háskóla í New York árið 2008 og hefur starfað hjá félaginu óslitið síðan. María hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á hugverka- og auðkennarétt, með áherslu á vörumerkjarétt, samkeppnisrétt og persónuvernd. Þá hefur María einnig sinnt verkefnum á sviði persónuverndar, mannréttinda og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja. María hefur víðtæka reynslu af rekstri mála fyrir Samkeppniseftirlitinu, Hugverkastofu og Neytendastofu. María er jafnframt framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson Intellectual Property, sem er sjálfstætt dótturfélag LEX á sviði vörumerkja- og einkaleyfaréttar, www.ghip.is.

Málflutningsréttindi

  • Héraðsdómstólar

Starfsferill

  • LEX lögmannsstofa síðan 2008

Menntun

  • CIPP/E fagvottun á sviði persónuverndar 2018
  • Héraðsdómslögmaður 2008
  • LL.M gráða frá Fordham háskóla 2008
  • Háskólinn í Reykjavík ML gráða 2007

Erlend tungumál

  • Enska
  • Danska

Ritstörf

Félags- og trúnaðarstörf

  • Stjórn Félags umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE), varamaður, frá 2021
  • INTA – Data Protection Committee frá 2019
  • Meðlimur í INTA, ECTA, PTMG, Marques og FUVE