Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
LEX ráðleggur NetApp við kaup á Greenqloud
16. ágúst, 2017NetApp hefur keypt íslenska skýlausnarfyrirtækið Greenqloud. Greenqloud var stofnað árið 2010 og var fyrsta fyrirtæki í heimi til þess að bjóða upp á skýjaþjónustu sem eingöngu var rekin á endurnýjanlegri orku. Greengloud hefur ennfremur þróað Qstack; sérhannaða hugbúnaðarlausn sem getur á auðveldan hátt stýrt skýjalausnum og tölvuþjónum fyrirtækja.
NetApp, Inc. var stofnað árið 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyrirtæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fimmta árið í röð. Höfuðstöðvar þess eru í Sunnyvale, Kaliforníu, en fyrirtækið sérhæfir sig í geymslukerfum og utanumhaldi gagnavera ásamt því að vera leiðandi og í mikilli sókn þegar kemur að hybrid skýjaþjónustu.
LEX var lögfræðilegur ráðgjafi NetApp á þessum viðskiptum.
Aftur í fréttasafn