Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir fjallar um heimildir Samkeppniseftirlitsins
27. apríl, 2016Þann 26. apríl s.l. fór fram sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um inngrip stjórnvalda á mörkuðum.
Á meðal frummælanda var Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl. og eigandi á LEX sem fjallaði heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mörkuðum án þess að fyrirtæki hafi gerst brotleg við bannákvæði samkeppnislaga. Heiðrún bar saman heimild eftirlitsins við heimildir samkeppnisyfirvalda nokkurra annarra ríkja. Þegar nefnd heimild Samkeppniseftirlitsins var leidd í lög vék löggjafinn m.a. að því að sambærileg ákvæði mætti finna í löggjöf Noregs, Bretlands og Bandaríkjanna. Heiðrún benti hins vegar á að við nánari skoðun væri ljóst að löggjöf þessara ríkja væri ekki sambærileg óljósum og rúmum heimildum íslenskra samkeppnisyfirvalda. Í erindi hennar kom einnig fram að beiting hinnar íslensku heimildar þeirra gæti farið gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Aðrir frummælendur á fundinum voru Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Að loknum erindum fóru fram pallborðsumræður undir stjórn Hrundar Rúdolfsdóttur, forstjóra Veritas, þar sem Daði már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ingunn Agnes Kro hdl., lögfræðingur Skeljungs, tóku þátt ásamt frummælendum.
Aftur í fréttasafn