Kristinn Ingi Jónsson, lögfræðingur og fulltrúi á LEX skrifaði nýlega grein í Innherja, viðskiptamiðil Vísis, um samspil fjölmiðlafrelsis og miðlunar innherjaupplýsinga og rétt blaðamanna til þess að miðla innherjaupplýsingum í því skyni að staðreyna sannleiksgildi orðróms.
Month: október 2022
Skál í sýndar-kampavíni
María Kristjánsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX og framkvæmdastjóri GH Sigurgeirsson IP skrifaði grein í Innherja, viðskiptamiðil Vísi, um metaverse útfrá sjónarhóli vörumerkjaréttarins og þeirri þörf að huga að fullnægjandi vernd vörumerkja og annarra hugverkaréttinda samhliða notkun þeirra á þessum nýja vettvangi.
Brot gegn persónuverndarlögum misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX skrifaði grein á Vísi sem birt var þann 17. okt sl. um áhugaverða þróun á vettvangi Evrópusambandsins um samspil persónuverndarréttar og samkeppnisréttar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins hefur gefið út lögfræðilegt álit í máli Meta gegn þýska samkeppniseftirlitinu sem gæti haft í för með sér víkkað valdsvið samkeppnisyfirvalda til þess að… Read more »
LEX veitir Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Mílu
LEX veitti franska sjóðastýringarfyrirtækinu Ardian lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafélaginu Mílu ehf. Ráðgjöf lögmannsstofunnar laut meðal annars að gerð áreiðanleikakönnunar, aðstoð við gerð kaupsamnings, fjármögnunarsamninga og samninga við meðfjárfesta, gerð samrunatilkynningar og sáttaviðræðum við samkeppnisyfirvöld og viðræðum við íslensk stjórnvöld. Viðskiptin eru þau stærstu á Íslandi í fimmtán ár. Míla ehf…. Read more »
Recent Comments